Skírnir - 01.01.1885, Page 148
150
NOREGTJR.
inn samþykki, þá hreyting .... Noregskonungur er um leið Jcon-
ungur tveggja bandaríkja, og hlýtur því að vísa olhi því aptur,
sem veikir tryggingu sambandsins, en sú er ein liin helzta, að
konungurinn eigi jorialcslausa heimild á að neita eða játa grund-
vallarlagabreytingum % báðum ríkjum jafnt. Siðan segir konungur,
að það sje langt frá sjer, að vilja samþykkja dóminn á Selmer,
stjórnarforsetanum, svo öfugt og ólöglega, sem saksókninni
hafi verið fram fylgt, og sjer komi sizt til hugar, að gera sig
og norsku þjóðina dómendunum í þvi samseka, sem hjer hljóti
af að leiða fyrir landið, og samband ríkjanna. En eptir öll
þessi dýru drottinsorð og hraustmæli kemur svo niðurlagið: að
hann ætli að láta Selmer fara frá stjórninni, sem hann hafi
heizt. Vera má, að Oslcar konungur þykist hafa borgið höfuð-
málinu, en ónýtan gerði hann dóminn ekki, eða þá er siðar
fylgdu, því honum var hlýtt í öllum greinum, og þær sektir
borgaðar, sem dæmdar voru. En hvað ætli Selmer sjálfum hafi
sýnzt um sitt mál ? Gat honum þótt, sem því væri borgið,
sem hann hafði að sjer tekið, neikvæðisrjetti konungs-
ins til breytinga á ríkislögunum? Slíkt rná vart ætla,
þó hann þægi «Serafimorðuna» í laun fyrir frammistöðu sína.
Hægrimenn fóru að guggna, þegar Selmer var farinn frá stjórn-
inni, og þeir þóttust nú þegar kenna, að lát var á stæliugunni,
sem þeir treystu mest á, eða á fastræði konungs. Hann ljet
heldur drjúglega yfir ferð sinni til Kristjaníu i marzmánuði, og
komst svo að orði við þá sem fögnuðu honum á járnbrautar-
stöðinni í Stokkhólmi (19. marz), að hann hefði nú mælt það
i Noregi, sem konungsskyldan hefði boðið sjer að mæla.
Thyselius, forseti hins sænska ráðaneytis, hafði skrifað konungi
brjef og sagt, að hann og hinir ráðherrarnir væru þar á einu
máli, að samband ríkjanna gerði og ráð fyrir að breytingar
á ríkislögum þeirra hlytu að fá samþykki konungsins. Við
þetta lifnuðu aptur vonir hægri manna, og innan skamms tíma
ferðaðist konungur aptur til Kristjaníu, og nú skyldi nýtt ráða-
neyti skipað. I byrjun aprilmánaðar komst þetta svo í kring,
að Schweigaard hlaut forstöðuna, en tveir aðrir enn hann
hjeldu embættum sínum, en honum ásamt höfðu þeir orðið að