Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 151
NOREGUR.
153
með áskorunarbrjef konungs til Sverdrúps (á þingið), en hann
brá skjótt við og ók til konungs sama dag, en tveim dögum
síðar var ráðaneytið fullskipað, og hafði Sverdrúp forstöðu-
embættið. Mikill fögnuður í höfuðborginni og um allt land,
og sunnudaginn 29. júní gengu 10,000 manna til hallar kon-
ungs og ljetu til hans þakkir og góðar óskir óma, en síðar til
Sverdrúps og tjáðu honum hið sama i sigurópum hinnar norsku
þjóðar. það var haldið, sem Sverdrúp hafði lieitið um þing-
göngunýmælin og þau staðfesti konungur 6. júlí, en daginn á
eptir tóku ráðherrarnir í fyrsta sinn þátt í umræðum þingsins.
1 gegn tilhliðrun konungs kom það fyrst, að þingið jók hirðeyri
krónprinsins um 50 þús. króna, eða kom honum upp í 80 þús-
undir. 7. júlí var þingi slitið. það hafði hjer við mikið verk
lokið, og þvi verður, sem vera má, sú viðurkenning vís, að
það hafi vakið nýtt aldarfar í löggjöf og stjórn Norðmarma, og
um leið orðið þeim til fyrirmyndar og eptirdæmis, sem vilja
koma stjórnarfari á Norðurlöndum i sömu fólksforræðisstefnu
og nú á sjer stað í Noregi. — Stjórnar- og þingsaga frá því
er Sverdrúp tók við forstöðu ráðaneytisins verður að koma í
næsta «Skírni».
Vjer eigum ekki við að iýsa gremjunni i liði hægrimanna
og blöðum þeirra, eða kveinum þeirra og ópum, að nú væri
ailt á ringulreið komið, og lyktirnar hlytu að verða niðurhrun
allra góðra siða, menntunar og farsældar. Tíðum talað um
forsmánarblettinn, sem liefði komizt á sögu Noregs þetta ár,
og svo hljóðaði sumra ummæli á fundi i Kristjaniu (i október),
þar sem hægrimenn stofnuðu apturhaldsfjelag til að sporna við
óhæfum hinna, og ein af þeim var frumvarpið um lögleiðing
kviðdóma i Noregi. þeir sem svo mæltu, t. d. um minkunarlokin
á þinginu, hafa þá ekki munað, að svo mætur maður sem
Oskar konungur er, hafði lagt blessun sína yfir það allt, sem
fratn hafði farið i svarinu til prósessíunefndarinnar (29. júni),
og beðið að sæld og friður mætti nú ríkja á hverju heimili og
i öllum norskum hjörtum. Blöð hægrimanna hafa jafnan gert
þær sögur að andiegu hnossgæti lesenda sinna i Noregi
og Danmörk, sem snoturmennin i Kristjaníu þóttust hafa frá