Skírnir - 01.01.1885, Side 152
154
NOREGUR.
«fínum» stöðum, af rustaskap og ókurteysi hinna nýju ráðherra
og fleiri af þeirra liði, og vankunnáttu þeirra að vera með
hirðsiðuðu fölki. það þótti engin meðaltíðindi, þegar það
heyrðist, að ein hirðmærin hefði þverneitað að fylgja þeim kon-
ungi og drottningu í veizluboð hjá Sverdrúp, en kosið heldur,
að gjalda óhlýðni sinnar og ferðast i önnur lönd, enn atast í
öðru eins dónasamsæti.
A ey sem Bömmelö heitir fyrir sunnan Björgvin uppgötv-
aðist gull í jörðu, og var þegar , búið undir til eptirgraptar
bæði af enskum mönnum, sem höfðu keypt námasvæði, og inn-
lendum. Missögnum sagt af þeim auði, sem menn ætla hjer
fólginn, og líkast mjög um hann orðum aukið af kaupendum
lóðarreitanna.
þ>egar «Skirnir» hefir nefnt sumt af þvi, sem árið á undan
var komið á prent eptir höfuðskáld og fyrirtaks rithöfunda
Norðmanna, Björstjerne Björnson, Henrik Ibsen, Kjelland og
fleiri, hefir tilgangurinn verið að ýta undir, að landar vorir
kynntu sjer rit þeirra. Svo er og enn, þó vjer höfum ekki
tima til að herma neitt af efni þeirra. Eptir Björnstjerne
mikil og ágæt skáldsaga, sem heitir: «I)et flager Jra By og
Havn», eptir Ibsen: «Vildanden», leikrit, þar sem hann lýsir
því með napurlegri snilld, hvernig svo margir á vorum timum
ala mann sinn á hjegóma, ímynduðu ágæti sjálfra sín, á því
sem hann kallar «lífslygi», þó það sje fögrum nöfnum nefnt, og
heiti «æðri hugsjónir», «siðfræðisleg og persónuleg sannindi»,
eða því um likt, og hvernig hver þykist «maðr at meiri», þegar
hann fær þvi upp á aðra menn troðið. Eptir Kjelland kom
skáldsaga, sem heitir «Fortuna», saga um hlutbrjefa og gróða
tál á vorum tímum, og tálarfall þeirra manna, sem ekki hafa
andvarann á sjer, en láta berast fyrir straumi þar til er að
gljúfrum er komið. Önnur skáldsaga líks efnis er eptir Jonas
Lie, og heitir «Malstrummen (röstin)».
Mannalát. Vjer getum þessara manna. 27. marz dó í
Rómaborg Marie Colban (f. 1813), kona sem hefir ritað
margar skáldsögur (bæði á frönsku og norsku). Flestar þeirra
vel metnar, og útlagðar á þýzku. — 19. mai dó Georg Vi 1—