Skírnir - 01.01.1885, Page 154
156
NOREGUR.
leikritum, en þykir heldur kveðið eptir brag eldri aldar, rós-
fjallað og kveldroðakennt, klökkt og mjúkt — en óma nú
sem úti á þekju.
Svíþjóö.
Efnbágnp: Af þingi. — Rit í dómi dæmt Nýjar kosningar.
— Lögfræðingafundur. —- Háskólinn nýi i Stokldiólmi. — Viktor Rydberg
og fleiri skáld. — Mannalát.
Endurskipun hers og landvarna hefir í mörg ár verið helzta
þrætuefni flokkanna í Svíþjóð, og ekkert hefir náð fram að
ganga. Aðalkostnaðurinn til hcrsins hefir legið á landeigniuni,
og honum hafa frumvörp stjórnarinnar viljað jafna á borgir
sem hjeruð eða byggðir, en hjer hefir þó verið í mörg horn
að líta, því ástandið í hinum auðugu suðurhjeruðum Svia var
annað enn i hinum nyrðri. A Skáni og í suðurhjeruðunum
var fólkið fleira og auðurinn meiri, og því auðvitað, að breyt-
ingin mundi koma harðara niður á suðurbyggjum Svíaríkis enn
hinum. Sumir þingskörungar Skánnnga hafa því verið breyt-
ingunni mótfallnir, þó þeir annars fylgðu merkjum «Land-
mannaflokksins». Arið sem leið komst ekkert áleiðis með laud-
herinn enn þingið fjellst á að auka svo flotann, sem stjórnin
fór fram á. f>ó fátt sje af þinginu að segja, það sem löndum
vorum mundi fróðlegt þykja, getum vjer um þau laganýmæli
sem aftaka vatns og brauðshegning, en ktta í hennar stað koma
bætur eða «einfalt» varðhald. Frumvarpið kom fra stjórninni.
()nnur lagabót varðar konur. f>ær skulu upp frá þessu vera
fuilveðja, þegar þær eru 21 árs að aldri (í stað 25). Enn frem-
ur hefir brjef farið frá þinginu til konungs um, að nýrnæli
komi um eignarrjett giptra kvenna — auðvitað, konum í vil.
— Ríkistekjur fyrir umlíðandi ár reiknaðar til 48,660,000
króna.