Skírnir - 01.01.1885, Side 156
158
SYÍWÓÐ.
um kom saman um, að löggjafarvald ríkjanna ætti sem fyrst
að taka þau mál til greina og umbóta eptir hvers lands
þörfum.
Hinn nýi háskóli í Stokkhólmi er í bezta uppgangi og
blómgun, og hjer er það allt einvalalið vísindanna sem fylkir
sjer undir merkjum ljóss og sannleika, I byrjun ársins tók
höfuðskáld Svía og hinn frægi rithöfundur Victor Ilydberg
hjer við kennslu i bókmennta og þjóðmenningarsögu. |>ess má
hjeðan geta sem einsdæmis fyrir háskólana á norðurlöndum,
að kona, Kovalevsky að nafni og af rússnesku ætterni, fer hjer
með kennslu í talnafræðum og mælinga, og hefir prófessors
nafn og virðing.
Eitt af nýjustu ritum Victors Rydbergs heitir nS'áger-
svárdet» (Sigursverðið o: Völundarnautur), nú þýtt á dönsku.
Vjer getum þess, ef fróðleiksmenn á voru landi vildu eignast
það.*) Hann kallar það öðru nafni: «Yfirlit yfir Ijóðasagnir
i goðfræði hinna gotnesku þjóða», eptir þeim sagnaþræði sem
böfundurinn hefir fundið í Edduljóðum, Saxo og öðrum forn-
sögnum. Hann hefir boðað víðáttumeiri slcýring á sama efni
i stærra riti, sem hann kallar «Rannsóknir í gotneskri goð-
fræði.» Af öðrum skáldum Svia með frelsisbrag og mannúðar-
blæ vorra tima nefnum vjer Snoilsky, Bááth, Gustaf af Geijerstam,
auk fl. August Strindberg er vikingur i skáldaröð Svia, og legg-
ur harðast allra að þeim fleyjum aldarinnar, sem eptir orðtaki
Henriks Ibsens «flytja lik undir þiljum.» — Eptir Albert Bááth
er 3ja bindi ljóða hans komið á prent. J>að heitir «Við Al-
farvág», og hefir fengið einrómað lof í sænskum blöðum og ritum.
Af látnum mönnum minnumst vjer á Ludvig Theodor
Almquist, sem dó 26. ágúst (f. 1818). Hann var einn af lög-
mannaskörungum Svia, gegndi embættum i æztu dómurn, eða i
stjórn konungs og stóð þar bæði fyrir innanrikis- og dómsmál-
um. Enn má nefna tvo mikilsmetna mennOluf Immanuel
Fáhræus og Bror Emil Hildebrand. Fáhræus stóð fyrir
innanrikismáium 1840—1847, og átti mikinn þátt í framgöngu
laga um atvinnufrelsi. Hann var og atkvæðgmikill þingmaður,
*) kostar á dönsku 3,50.