Skírnir - 01.01.1885, Síða 158
160
AMERÍKA.
800,000 króna — allt með fjáróskilum og öðrum prettum.
Einn þeirra hafði lika gefið 50,000 doilara til kosningarinnar.
A þingunum seilast menn ekki með minna kappi til fjárins
enn utanþings. A alríkisþinginu er þingkaupið nú komið upp
í hjerumbil 19,000 króna, en hitt ómælt, sem þeim fjenast að
auki, sem bera sig ve! eptir björginni, þiggja mútur frá kjós-
endum sínum til ýmiss greiða, embætta og umboða, forstöðu
fyrirtækja af ríldsins hálfu, og svo frv. þessa annmarka
stjórnarfarsins þekkir fólkið vel, og þvi eru bæði embættismenn
og þingmenn í bandaríkjunum í minni metum hafðir enn í öðr-
um löndum, og margir heiðvirðir menn draga sig heldur i hlje
og hafna þeim virðingum. 1 einni kímnisögu eptir Mark Twain
er sagt við blendinn karl: «þjer ættuð að ná sæti áþinginub
Hann svarar: «mart má að mjer finna, og mart hefi jeg gert
sem ógert skyldi, en hvað hefi jeg þó unnið til þessar rnóðg-
unar?»
það er sagt, að embættaliðið hafi aldri verið óvandaðra
enn á stjórnarárum Grants, og' að ráðherrarnir sjálfir hafi verið
við mart seyrið riðnir. þegar Garfield var kosinn til ríkis-
íorseta, væntu allir umbóta, og það varð honum lika að bana,
að hann vildi hreinsa landstjórnina og rjezt á móti óknyttun-
um og spillingunni. Arthur forseti ljet lítið til sin taka um
þau efni, en við undirbúning forsetakosningarinnar síðustu
kváðu allir vel hyggjandi og vandaðir menn upp úr og heimt-
uðu þann skörung til forsetastöðunnar, sem hefði þor og þrek
til að taka i taumana og kefja óöldina. þann mann þóttust
menn ekki finna i liði samveldismanna (the republicans), og
sneru sjer til hinna (the democrats), sem vjer, eins og í fyrra, köllum
sjerveldismenn. þann flokk í liði hinna fyrnefndu kölluðu menn «hinn
sjálfstæða»eða«óháða», oghonumfylgdi «þýzkiflokkurinn» oghans
forustumenn Carl Schurz (í öldungadeildinni) og Siegel hers-
höfðingi. þetta sýndi sig, er höfuðflokkarnir reyndu með sjer
i fyrra sumar, sem vant er, í Chicago. Forsetaefni samveld-
ismanna var Blaine, sem stóð fyrir utanríkismálum í ráðaneyti
Garfields, og Arthurs framan af. Að þessum manni hefir ávallt
þótt mikið kveða, en allir vissu að hinu sama mundi fram fara, og