Skírnir - 01.01.1885, Page 159
AMERÍKA.
161
lið hans þótti nú ekki fritt, er í miðfylkingu þess stóðu þeir
bandamenn, sem nefnast «Tammanymenn», eða «Tammany-
hringurinn», embætta og umboða veiðendur i Newyork, og
samvizkusljófir fjefangavargar, Forustumaður þeirra írskur
maður, John Kelly að nafni. Forsetaefni hinna var Cleveland,
ríkisstjóri í Newyork, mesti skörungur og valinkunnur maður.
Hann er fæddur 18. marz 1837 i Essex-hjeraði í ríkinu New-
york. I ætt hans ekki fáir nafnkunnir menn, blaðaritendur,
skáld, kerkar og svo frv, og faðir hans var prestur í New
Jersey. A námsárum stundaði hann lögfræði, siðar fulltrúi
hjá málafærslumanni, gaf sig snemma við landstjórnarmálum,
og var talinn með hinum hófsamari í flokki sjerveldismanna.
1870 varð hann dómari í Erie hjeraði, en 1881 borgarstjóri i
Buffalo. Hann fjekk þegar bez,ta orðstír og almannalof fyrir
dugnað sinn og ráðvendni. Menn virtu sem vert var óbilugan
kjark hans í baráttunni við spillingarlið landstjórnarinnar eða
embættavargana, og báðir höfuðflokkar lögðust á eitt, að gera
hann að rikisstjóra í Newyork (ríkinu) 1882. Hjer átti hann
nóg að vinna, enda veitti hann bófaliðinu harða atgöngu og
uppgötvaði mörg ill brögð þeirra, sem hann ljet úvægilega á
þeim niður koma. I boðsbrjefi eða ávarpi til kjósendanna var
sú ein greinin, sem mönnum þótti ekki minst í varið, að em-
bætta veitingar skyldu fara eptir dugnaði og hæfilegleikum, en
tillit alls ekki haft til fiokkastöðu eða flokkafylgis. 1 banda-
rikjunum eru forsetakosningar tvöfaldar, og eru þar kjörmenn
kosnir 401 að tölu. f>egar þær kosningar eru um garð gengn-
ar (4. nóvember) er úr málinu slitið. Alla mánuðina september
og oktober gekk ekki á öðru enn atkvæða veiðum, ferðalagi
ræðuskörunganna, ræðufundum, prósessíum eða kringilegum
skrúðgöngum, og allskonar upphvatningum og eggjunum til
fylgis í beggja liði. Blaines liðar gerðu þó meira að enn hin-
ir, og hjá þeim var háværið meira. |>að er sagt, að Cleve-
*) Sumar sögur báru, að margir þeirra garpa brygðust Blaine upp á
síðkastið.
Skírnir 1885.
11