Skírnir - 01.01.1885, Page 162
164
AMERÍKA.
herfilegt hrun í mörgum bönkum og fjelögum. I Newyork er
mest selt og keypt, þar eru kaupmennirnir flestir, og þar losn-
ar jafnan skriðan. Hrunið byrjaði i kornkaupa fjelagi, sem
þeir stóðu fyrir Grant, hershöfðinginn frægi, og annar maður
sem Ward heitir. f>eir áttu að svara 14 millíonum dollara,
en það smáræði eitt móti svo miklu, sem i handraða var,
þegar kröfurnar börðu að dyrum. Menn segja, að fjelag
þeirra hafi lengi lafað á veikri taug, og að öll tilsjónin hafi
verið sljóf og miður vönduð, en Ward þó mest um kennt og
umboðsmanni hans, sem Fish heitir. þeir höfðu skákað þar
í hróks valdi, sem þeir höfðu Grant með sjer, en hann hafði
skrifað undir flest brjef og skjöl — og svo fannst vottað i brjefi
frá honum til Fish — án þess að lesa þau, eða gá að hverja
ábyrgð hann svo svo gekkst undir. Grant á að hafa misst
allt sem hann átti, og allar þær heiðursgjafir — gulli og gim-
steinum búin sverð, og svo frv. — sem hann hefði fengið eptir
stríðið, komu í fjeránsdóminn* **)). Undan flóðinu komst það
samskotafje, sem vinir Grants gáfu honum i heiðurs skyni fyrir
nokkrum árum. það voru 250,000 doll., en standa á leigu, og
þær leigur má Grant einum, (og konu hans eptir hans dag)
borga*#).
• Fjárhagur ríkisins er með þeim blóma, að hvergi mun dæmi
til finnast í heimi. A fjárhagsárinu 31. maí 1883 — 1. júni
1884 voru tekjurnar 347,798,734 dollara, útgjöldin 245,498,578 d.
*) Hinn mikli auðmaður Vanderbilt hafði gert það fyrir Grants orð,
að lána þeim Ward 150,000 doilara skömmu áður enn hrunið
bar að. Grant vildi tryggja honum þá peninga og setja eigur sínar
í veð. J>að vildi hinn ekki þiggja. en síðar keypti hann sumt það
dýrasta af heiðursgjöfunum og vildi svo afhenda Grant þær aptur.
Nú hafnaði Grant, en hinn segist geyma það fje konu Grants til
handa, þegar hún þurfi þess að neyta.
**) það er sagt, að kempan eigi nú ekki langt eptir ólifað, því hann
hafi fengið átumein í tungunna eða hálsinn. J>ví er bætt við, að
hann taki forlögum sínum með stakri rósemd, en hafi sem mestan liug-
ann á að iúka við æfisögu sína, og vinni að henni nótt með degi.