Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 164
166
AMERÍKA.
eus) brotnaði seinast i ísnum, og í 30 daga rak hann og
menn hans fram og aptur á miklum isfleka í sundinu, áður
enn þeir náðu þar landi sem þeir bjuggu um sig. Einn af
þeim 7 dó á siglingunni heim, er af honum var fótur tekinn
sökum dreps. í óráði talaði hann eitthvað, sem benti til, að
þeir fjelagar höfðu í hungursneyðinni tekið til herfilegustu úr-
ræða*). Rannsóknir fóru síðar fram, er heim var komið, og
var þá við öllu gengið, en dómi ekki fram fylgt, sem hjer
stóð á.
f>ann voða bar að í kolanámum nálægt Lynchsborg í
Virginíu, að eldur hljóp í ein námagöngin, og siðar um þá
alla, af ljósi, sem nokkrir menn höfðu haft með sjer og ekki
varazt, að göngin voru nýgrafin og loptið þvi eldnæmara. þar
varð mikil sprenging, og 150 manna ljetu þar lífið, áður nokk-
urri björg varð við komið.
1882—83 námu útflutningar og innflutningar alls að verði
— dýrir málmar og peningar ekki með taldir — 1,547 mill.
dollara. Ut flutt fyrir rúmar 100 millíónir yfir það sem inn
fluttWar. Mest flutt, bæði út og- inn, á útlendum skipum. 1856
voru 71 af hverju hundraði skipa, sem sigldu með varning frá
eða að landi, undir merki bandarikjanna. Eptir stríðið mikla
var tálan komin niður í 40, en nú eru þau ekki fleiri en 21.
— Um verzlun og hafflutninga, stóðu langar hugleiðingar eða
fyrirhuganir i síðustu boðunarskrá Arthurs forseta (í byrjun
desember), eða hvað þeim bæri að framkvæma í þeim efnum.
J>ar á meðal var skjót efling verzlunarflotans á úthafinu, niður-
hleyping tolla á þeim vörum, sem þeir þyrftu frá öðrum lönd-
um að fá, hagfelldir verzlunarsamningar, sjerílagi við öll Vestur-
heimsríkin og með þeim öllum einingargildi peninga.
1883 höfðu menn upp úr jörðu innan endimerkja banda-
ríkjanna af gulli fyrir 30 millíónir, og af silfri fyrir 46 milliónir
dollara. Menn ætla nú, að Alaska kunni að vera málmauðug-
*) Eitthvað á þá leið : «ætlið þið nú að gera það við mig, sem þið
gerðuð við hann Henriki*