Skírnir - 01.01.1885, Síða 165
AMERÍKA.
167
ast allra landa þar vestra, þó þaðan hefðist það ár ekki meira
enn fyrir 300,000 dollara.
Herskipun á Evrópumanna vísu hafa bandarikin lagt fyrir
óðal fyrir löngu, en þó er svo talið og til ætlazt, að hjer sje
5 millíónir vopnfærra manna til taks þegar á þarf að halda,
og svo margir eru á herlistana skráðir*). Yfirforingjar eða
«general löytenantar» eru til þess settir í hverju ríki — með
afarháum launum — að sjá um, að menn venjist vopnaburði,
að kveðja menn til herbúðadvalar á sumrum, sjá um vopna-
byrgðir og alla hertýjun, og svo frv., en slíkt er allt haft
heldur i leikandi enn í alvöru. Til vopnaburðar og herbúða
koma að eins fáeinir af þeim sem skráðir eru, og koma þar
meir til að skemmta sjer við skot og hergöngur i skrautlegum
herbúningi, enn að framast i hernaðaríþróttum. Afglöp og
yfirsjónir fyrirliða og annara koma að vísu i herdóm, en sekt-
um optast lokið með veitingum í drykkjugildum. Yfirforingj-
arnir senda skýrslur sínar til hermálastjórnarinnar, og af þeim
má sjá, hvernig menn verða við boðum þeirra. Til hersins í
Newyork eru skráðir hálf millíón manna, en siðasta skýrslan
sagði, að af þeim væru liðfærir að eins 11,567 manna. Af
255,782 í Massachusetts illa liðfærir 3,866, í Norðurcarólínu
836 hernýtir af 220,000, en Tennessee hefir á skrá sinni
240,000, en á ekki einn mann, sem vopn kann að bera. Likt
frá öðrum ríkjum að herma. Af þessu má skilja, að norður-
ríkjamönnum hlaut að ganga lengi skrykkjótt framan af í upp-
reisnarstríðinu, og að mannfallið var svo ógurlegt. En hernað-
inn lærðu þeir að gagni, þegar frain sótti, og hugar og her-
móðs þurfti þeim ekki að frýja. Til vopna og herbúninga eru
framlögur ekki sparaðar, og til þeirra eru millíónir veittar, en
hjer eiga þingmenn og vinir þeirra, eða aðrir opt drjúgan hlut
að máli, þegar ný vopn, eða eitthvað nýfundið er haft á boð-
stólum, og á því má í drjúgan ágóða krækja.
Uppfræðingu fólksins í bandaríkjunum og alþýðuskólum er
") Vjer eigum ekki hjer við stofnherinn eða þjónustuherinn, seni skipt
uer á ymsar varðstöðvar og setustaði. Hann er 25—3° þúsundir manna.