Skírnir - 01.01.1885, Side 166
168
AMERÍKA.
opt á lopt haldið, en því vakti það mestu furðu er þetta barst
i umræður á alríkisþinginu i Washington, og sú áskorun kom
fram, að þingið skyldi gera ráðstafanir tii mikilla umbóta, þar
sem svo mjög væri ábótavant. Henni fylgdu þær skýrslur, að
í 14 hinna norðlægu ríkja og i öllum suðurríkjunum væru þeir
í meiri hluta kjósenda, sem hvorki kynnu að lesa nje skrifa.
1880 voru 58 menn í öldungadeildinni frá þeim rikjum, og
292 í fulltrúadeildinni. í suðurríkjunum var þá ekki meir en
5ti hver kjósenda, sem kunni að skrifa nafn sitt, en tala þeirra
i öllum ríkjunum samt, sem hvorugt kunnu, 1,841,217. Ai;ð-
vitað, að þeir sem frá sumum Evrópulöndum koma, t. d. frá
Irlandi og rómönsku löndunum fylla drjúgum þá tölu. — það
er þó sannast að segja, að hjer er mikið að lesa, þó timarit
og blöð sje að eins til greina tekin. Tala þeirra var í fyrra
alls 13,402. Hún hafði aukizt um 1000 frá árinu á undan, og
5618 á 10 árunum siðustu. 1883 hafði dagblöðum fjölgað um
126, vikublöðum um 966, mánaðarritum um 408. Viðaukinn
mestur í hinum vestlægu rikjum. I Newyork (ríkinu) var blaða
og timaritatala í fyrra 1523 móti 1399 árið á undan.
Stjórn bandarikjanna leggur mikið kapp og kostnað á að
þýða «Indiamenn» eða «hina rauðu» til þjóðmenningarsiða og
kunnáttu. í hjeruðum þeirra eru skólar til bóklegs-náms, iðna,
verknaðar og jarðyrlcju. Skýrsla þess manns i innanríkisstjórn-
inni, Hirams Prices, sem um þau mál annast, • sagði svo í fyrra,
að hjá 60,000 Indiamanna sæktu börnin nám í skólum. Við
þetta hafa hagir þeirra batnað i mörgum greinum, og hernað-
arfýsin rjenað, en margir kynílokkar halda enn háttum sinum,
og vilja ekki við neitt slíkt sig semja, og við landamerki þeirra
verður herlið á vörðum að halda. Skýrslan getur þess, að
brennivín og áfengir drykkir — eldvatnið, sem Indíamenn
kalla þá — verði þeim að mesta meini, afar skæðir heilsu
þeirra og lífi. Hún fer fram á að láta sölu þeirra drykkja
varða frá 300 dollara til 2 ára varðhalds.
Mannalát. Vjer getum að eins — má vera fyrir fáfræðis
sakir — tveggja manna, þó ólikir sjeu. I byrjun febrúarmán-
aðar dó mætur maður og mesta þrekmenni þar vestra, Wen-