Skírnir - 01.01.1885, Síða 167
AMERÍKA.
169
dell Phillips, 73 ára að aldri. Hann er fæddur í Boston
og komst þar snemma í tölu málafærslumanna. Hann var
einn af þeim skörungum þar vestra, sem hófu fyrstir mótmæli
og mótstöðu gegn þrælasölu, þrælahaldi og hinni svívirðilegu
meðferð á svörtum mönnum. Hann hafði sjeð 1831, hvernig
skríll borgarinnar veittist á móti einum manni, sem tók mál-
stað hinna svörtu, og ljek hann hörmulega, og eptir það gerð-
ist hann einbeittur fyrir máli þeirra, og hirti hvorki um hagi
sina eða vinfengi manna, en mátti allskonar ofsóknum sæta og
hatursbrögðum af hinna hálfu. \ þó hann örvænti i fyrstu, átti
hann því happi að fagna, að lifa góðs máls sigur, sem öllum
er kunhugur. Hann var mesti málsnillingur og neytti lilca
mælsku sinnar í baráttunni fyrir rjettindum kvenna, bindindi og
verzlunarfrelsi. — Hinn maðurinn er reyndar ekki annar enn
Phineas Taylor Barnum (f. 1810), einskonar Bragðamáfus
Yesturheimsmanna. List hans var sú, að leika á auðtryggni
fóllcs og trúgirni, sýna þvi allskonar kynjar, sem hann skirði
svo, að nöfnin drógu menn til sýningarinnar í þúsunda tali,
og hann hafði stórdyngjur af gulli upp úr forvitni þeirra. Hann
byrjaði með svartri kerlingu, sem hann sagði hefði verið fóstra
Washingtons, og væri 160 ára að aldri. Honum fjenaðist vel
á henni, en henni varð mál að deyja, sem von var, og ekki
laust við, að menn grunuðu þá lygi. Annað lygabragðið varð
honum þó arðmeira. Hann bauð mönnum til sín að sjá mar-
gýgi. Hann hefði keypt hana af kapteini eða stýrimanni frá
bandaríkjunum, sem hefði verið svo heppinn að hafa hendur á
henni. þetta hreif svo, að millíónir manna komu að líta slíkt
undur. þegar tilsóknin rjenaði, sagði hann hreint og beint,
að fólkið hefði látið gabbast, en nú gæti það komið og sjeð,
hvað við sig var. Forvitnin dró menn þangað aptur á nýja
leik, og þá fengu þeir að vita, að marmennilsfrúin hafði höfuð
af apa, en sporð af höfrungi. Til Evrópu ferðaðist Barnum
með dverg — og dvergmenni var það — sem hann kallaði
Tom Thumb, eða «hershöfðingjann» Tom Pouce, og sýndi
hann við hirð sumra höfðingja, en sagði hann 15 vetra að
aldri, þó hann væri ekki nema 5. J>egar Barnum var vel i álnir