Skírnir - 01.01.1885, Page 168
170
ameríka.
kominn, hætti hann við falssýningar, þó flest væri blendið. J>að
var hann sem bauð Jenny Lind til Ameríku og ferðaðist með
henni borga á milli. Upp úr þeirri ferð höfðu bæði ærna
milcið fje. Hann hefir ritað æfisögu sína, sem hann kallar
«Slruggles and Trimnphs (barátta og sigur)», og segir þar margar
af bragðasögum sínum. Upp á síðkastið á fjeð að hafa af
honum gengið, og vera komið niður úr 5 í eina millíón
dollara.
Hayti.
Uppreisnin, sem «Skírnir» gat um í fyrra, dró þar illan
dilk eptir sig, sem bótagjöldin voru er hin útlendu riki heimt-
uðu til þegna sinna fyrir spellin sem þeim voru gerð. Frakkar
heimtuðu hálfa millíón dollara, f>jóðverjar hið sama, Englend-
ingar lU millíónar, en bandaríkin (norðurfrá) 1,400,000. Nærri
má geta, að hjer mundi ekki mega undan færast, því nóg var af
herskipum á höfninni í Port-au-Prince til atfara og útheimtingar,
en sagt, að bandaríkin hafi í fjárins stað beizt hafnarborgar-
innar St. Nicolas, og skyldi sú höfn engra landaura af neinum
kreíja.
Chíle og Porú.
Chileverjar hafa haft þau málalok sem um er getið í
fyrra. þeir höfðu nokkurn her (5000 manna) eptir í Perú, að
styðja Iglesías, sem við þá samdi friðinn. Ovin hans, Garcia
Calderon tóku þeir höndum, og höfðu hann til Chile. f>ar má
hann vist halda hvar hann vill, en ekki venda aptur til Perú.
þegar þeir, sökum karlfæðarinnar heima, kvöddu lið sitt frá
Perú, varð þar ófritt, og Iglesías vatð að skila af sjer stjórn-
irini. Sá hershöfðingi tók við henni til bráðabyrgða, sem
Caceres heitir, en gerði ráð fyrir, að skiia forsetavöldunum í
þingsins hendur til nýrrar kosningar. þetta var í júlímánuði.