Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 169
171
Afrika.
Habessenía.
Hjeðan eru engin markverð tíðindi, en sökum þess að svo
mart er hjeðan mishermt, notum vjer tækifærið til þess fyrst að
lagfæra mishermda sögu í «Skírni» 1881, þar sem sagt var
að Jóhannes konungur — eða keisari sem hann kallast nú —
væri látinn. því vikur ekki svo við. þessi konungur hjet áður
Kassa, og var höfðingi yfir Tigreh, veitti Englendingum nokkuð
fulltingi móti Theódóri keisara, vann síðan fleiri lönd undir
sig og Ijet gera sig að konungi yfir Habessiníu, og nefndist
# Jóhannes. Egiptar leituðu 1875 að vinna lönd þar syðra, en
Jóhannes konungur sigraði þá í mörgum orrustum. I einum
bardaganum íjell næstum allur her þeirra, 30,000 manna. Fyrir
meðalgöngu Gordons dró til samnininga með þeim Ismail
Egiptajarli, en í lok ársins 1876 gerði hann Menelek konung í
Shoa að jarli sínum. Eptir það tók hann keisaranafnið, en úr
samningunum við Egipta varð ekkert, og þeir reru heldur undir
til uppreisnar, sem hann fjekk bælda niður 1880. I viðureign-
inni í Súdan hefir hann látið allt hlutlaust, og að þvi sagt er,
hafnað sambandi bæði við Mahdíinn og Egipta. það mun ekki
sannfrjett, að Englendingar hafi leitað hans bandalags, en hitt
mun satt, að þeir hafi náð af honum samningi um hart bann
þrælasölu og þrælahalds í öllu hans ríki. Jóhannes kallar sig
vel kristinn og svo þegna sína, en ferðamönnum segist þó
mart kringilegt af kristindómi þeirra. Klerkum þeirra er ekki
vel borin sagan, og ágirnd þeirra og fjeklækjum við brugðið,
en höfðingjunum er ekki stórum betur farið, og því hærra þeir
komast því ver fara þeir með fólkið. Trúin er einskonar blend-
ingur af kristnum kenningum og Gyðingasögnum, og sáttmáls-
örkina segjast þeir eiga í einu musteri sínu. Hana hafi Mene-
lek konungur, son Salómons og drottingarinnar frá Saba, haft
með sjer frá Jerúsalem, og til Salómons konungs rekja allir