Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 170
172
AFRÍKA,
Habessiníukonungar ætt sina. Svo vandlátur er Jóhannes lceis-
ari um rjettar kenningar, að hann ljet slíta tungur út úr nokkr-
um prestum, sem kenndu, að Kristur hefði verið tveim náttúr-
um gæddur. Keisarinn hatar mjög alla Múhameðstrúarmenn,
og það hefir hneyxlað hann stórlega, að Englendingar skyldu
veita Egiptum fulltingi. En hitt mun honum hafa líkað verst
undir niðri, að þeir tóku hafnarstöðvarnar við Rauðahaf, og
lengi hefir hann haft góðan augastað á Massóvu (Massuah),
sem Italir hafa nú á sínu valdi það er sagt, að hann hafi
leitað vinfengis við Frakka, og að þeir komi nú við hann ráð-
um sinum öllum öðrum fremur. þó þegnar hans — eða
Ethíópar — sje bæði latir og fálcunnandi, sem hið frjófsama
land ber vott um, þá eru þeir hraustir og herskáir, og Jó-
hannes keisari getur orðið mörgum þungur í skauti þar syðra,
er her hans er talinn til 200,000.
Asia.
Ií inna.
Nokkuð af þessu landi er komið undir Englendinga, en meiri
hluta þess stýrir sá konungur, sem Theebaw heitir, versti og
grimmasti harðstjóri. Frá höfuðborginni Mandalay barst sú
saga i byrjun októbermánaðar, að konungur hafði niðzt á þeim
bandingjum, sem hann fyrir grun um óhollustu eða landráð
hafði látið setja í varðhald, og látið þá alla drepa, 150 eða
allt að 300. Meðal þeirra voru tveir þarlendir prinsar, og
þeir allir þar að auki, sem þar höfðu vörð eða þjónustu. Líkin
voru svo út á stræti dregin, og höfuðin sett á stjaka, þegnum
konungs til mildilegrar áminningar. Sumir sögðu, að ráðherrar
konungs, hefðu verið hvatamenn þessa verks, því mörgum
bandingjanna var kunnugt um klæki þeirra, en með þessu
bragði vildu þeir öllu á dreif drepa. 1 landsparti Englendinga