Skírnir - 01.01.1885, Síða 171
ASÍA.
173
hófust fundahöld, og þaðan komu áskoranir til stjórnarinnar á
Indlandi, að hún skyldi hlutast til um slíka óhæfu, og annað-
hvort tengja allt landið við rikið á Indlandi, eða skjóta verndar-
skildi Englands yfir þegna Theebaws konungs.
Sínyerjaveldi.
Efnisdgrip: Af her Sínverja. — Huggun í óföruin. — Fyrirhugun
um idrnbrautir.
f>ó margir hafi sagt, og segi enn, að menn geti lagt einn
Evrópuhermann á borð við 15 sínlenzka, má sjá af því sem
að framan er sagt um viðureignina við Frakka, að Sínlending-
um fór að verða sýnna um hernaðaraðferðina því lengra sem
fram sótti. |>ó mjög mishermt sje af herafla Sínlendinga, kemur
flestum sögum saman um, að hann sje nær þvi 400,000 manna,
en af þeim eru 160,000 «tartaraiið», sem heldurvörð við norður-
og útnorðurtakmörk hins mikla rikis. j>að lið er að visu
kallað harðsnúið, og því halda jafnan af þvi 60 þús. vörð í
Peking eða í námunda við þá borg, en Sinlendingar hafa óbeit
á Törturum, og þegar um var talað að kveðja það lið að
norðan á móti Frökkum, þóttist fólkið vita, að Tartarar mundu
fara eins og logi yfir akur í hinum suðlægu og auðugu lönd-
.um og heimta málafje sitt með rupli og ránum í stórborgunum.
Hernum skipta Sínlendingar í þrjár aðaldeildir, norðurher,
miðher og suðurher. Yfir tvær fyrri deildirnar er Li-Hung-
Chang (vin Gordons sál.) settur, en suðurhernum stýrir prins,
Tso-Tsung-Tang að nafni, kærasti vin prinsins Tsjungs, föður
keisaraefnisins. f>essir tveir menn stóðu helzt fyrir þeim flokki
við hirð keisarans, sem eggjaði til stríðsins, því þeir hata
Frakka og muna heimsókn þeirra í Peking fyrir 24 árum. Li-
Hung-Chang er friðarvinur, og hefir sjeð, hve Sinlendingum var
ábótavant, ef þeir skyldu styrjöld hefja við Evrópumenn, en
þann stofnher, sem mést likist liði í vorri álfu og heldur vörð
við höfuðborgina, hefir hann skipað og hermenntað. Hann