Skírnir - 01.01.1885, Síða 172
174
ASÍA.
hefir og skipað fyrir um virkjagerðina við Peihofljótið; og að
hans fyrirlagi eru Takúvirkin nú alsett með fallbissum frá
þýzkalancli (frá Krupp í Essen). Sínlendingar eiga að hafa
fengið 586 «krúppskar» fallbissur frá jbýzkalandi. Li-Hung-
Chang gerði i fyrra sáttmálann fyrir hönd Sínlendinga (í Tjent-
sín), sem Frakkar segja af þeim einum rofinn, en eptir við-
burðina við Minfljótið snerist hann til fylgis við hinn flokkinn,
en mun hafa aptur átt mestan hlut að þeim samningum, sem
menn nú vona að dragi til fulls friðar með Sínverjaveldi og
Frakklandi. Menn segja, að margif fyrirliðar frá Evrópu, eink-
um frá þýzkalandi, hafi gengið á mála i her Sínlandskeisara
og skipi þar fyrir um vopnaburð og virkjagerð, og því kemur
mörgum í hug, að þó Sínlendinga bresti mjög enn á borði við
Evrópumenn og aðrar kristnar þjóðir hvað hermóð og her-
mennt snertir, þá kunni þar samt að koma, að þær iðrist þess
einhvern tíma, er þær hafa byrgt Sínlendinga svo að vopnum.
og kennt þeim hernað. Slík ummæli eru lika höfð eptir svo
skynberandi manni sem er Moltke greifi á þýzkalandi.
Af óförum Sínlendinga i Tonkin fjekk alþýða þeirra sem
minnst að vita. þær allar gerðu sinlenzkir blaðamenn og aðrir
að höfuðsigrum hershöfðingja sinna. Myndablöð komu i hvers
manns hendur, sem sýndu hrakfarir Frakka — «djöflanna út-
Iendu» —, vígvelli þakta búkum þeirra, margar þúsundir manna
þyrlaðar í lopt upp af sprengivjelum, og það fram eptir göt-
unum. Autvitað lika, að fólkinu verður kennt, að allur her
Frakka hafi verið gjöreyddur, og því hafi sendiboði þeirra
kropið fyrir knje keisarans og beiðzt friðar.
Stjórn Sinlendinga hefir reynt það í striðinu, hvers þeim
er vant meðan járnbrautirnar vantar, og þvi hefir hún nú lög-
ráðið, að járnbrautir skuli svo víða leggja, sem við megi kom-
ast, og hitt með, að útlendir hugvitsmenn skuli standa fyrir
lagningunni, að minnsta kosti fyrst um sinn, og stjórna braut-
unum síðan og hirða til ríkisins þann arð, sem þær gefa af
sjer. f>ó Sinlendingum sje illa við útlenda menn, eru þeir svo
hyggnir, eða stjórn þeirra, að hún selur fjölda umboða og em-
bætta þeim í hendur (tollheimtu, hafnaumsjón og fl.), er hún