Skírnir - 01.01.1885, Page 174
176
ASÍA.
farir ár af ári, og allar þær tilskipanir og stiptanir, sem gerðar
eru og stofnaðar eptir háttum Evrópumanna og annara siðaðra
þjóða. Vjer minnumst fyrst á skólana. Japansmönnum er
gert skylt að senda börn sín til náms í skólana. Enn vantar
mikið á, að þessu sje gegnt til fulls, en þar voru við árslok
1883: 28,908 alþýðuskólar, kennarar þeirra að tölu 76,769, og
börnin sem þá sækja 2,616,879. Af æðri menntaskólum 173,
kennarar 934 og námsmenn þeirra 12,315. Fjöllistaskólar 71,
kennarar 602 og nemendur 5,275. Iðnaðarskólar 98, kennarar
975 og nemendur 8,829. Háskólar Japansmanna eru tveir,
kennararnir að tölu 135 og stúdentar 2035. Af bókahlöðum,
sem almenningi stóðu opnar, voru í Japan 21 fyrir 11 árum,
og mun síðan hafa á aukizt. — þær könnunarstöðvar, þar sem
menn taka eptir veðráttu og loptbreyþngum, forboðum storma
og svo frv., eru nú 80 að tölu á Japan.
Tekjur ríkisins voru í fyrra 1,521,220 p. sterlinga og stóð-
ust beint á við útgjöldin. Leigur af ríkisskuldunum og útsvar
til ársborgunar nam þá 2,900,000 p. sterl. — Verzlun í mesta
blóma. 1882 voru útfluttar vörur reiknaðar til 7,447,155 p„
sterl., en aðfluttar til 5,833,608. Her þeirra er að öllu sam-
töldu 105,110 menn, flotinn 5 bryndrekar og 18 skip minni.
J>ó sagt sje, að keisarinn hafi í hyggju að breyta stjórnar-
skipun ríkisins eptir þingstjórnarfyrirmynd Evrópurikja, þá má
þó þess geta, að stjórn hans hefir þegar fengið það snið, sem
ekki á sjer stað hjá Asiuhöfðingjum. Sums hefir við notið frá
alda öðli. Svo má það ráð til dæmis færa, sem stendur saman
af deildastjórum landstjórnarinnar. þá eru tvær nefndir, síðar
upp komnar. Önnur þeirra er einskonar öldungaráð (frá 1875),
sem á að ráðgast um ný lög. það er lögsamningarnefnd, en
lögin svo borin undir ráðið, sem fyr var nefnt, og eptir þess
samþykktir staðfest af keisaranum. I nefndinni sitja 37 menn.
Hin nefndin er frá 1881 og á að rannsaka og ráðgast um þau
mál og uppástungur, sem koma frá umboðsstjórninni í hjeruð-
um rikisins. þar að auki komajafnan landstjórar tii Tokio, og
ráðgast um skattamál og fleira, og á hjeraðasamkomum eru
rædd yms mál, sem varða þarfir hjeraða og sveita. Hin nýja