Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 19

Skírnir - 01.01.1889, Page 19
YMIsLEGT. 21 Um haustið 1888 leit ófriðlega út, því Crispi þótti Frakkar hafa hönd í bagga hjá Beyinum (landstjóranum) í Túnis meir en hófi gegndi og vildi ekki leyfa umsjónarmönnum hans að skoða hina ítölsku skóla þar í landi; ítalir höfðu flota á vakki í Miðjarðarhafinu og Frakkar bjuggu flota sinn i grið. Á Frakk- landi var amast við ítölskum vinnumönnum enda er tollstríð milli Frakklands og Italíu síðan 1. marz 1889. Jeg gat þess í Skírni 1883 (bls. 46) að verzlunarsamningar milli þeirra höfðu ekki gengið saman um áramótin og biða hvorirtveggja, einkum ítalir, mikið tjón af þessu. Túnisdeilan féll niður eins og Massovahdeilan, og halda flestir að Bismarck hafi beðið Crispi að sitja á sér og láta ekki skriða til skara. Haustið 1888 var lika frönskum manni, sem var búsettur í Metz, visað Úr landi fyrir litlar eða engar sakir. Nokkru eptir það hélt franskur herdeildarforingi, sem hafði stöðvar við þau landamæri, ræðu og kvaðst mundu sjá svo um, að landið fengi önnur landamæri á þann bóginn en nú væru! þannig hefur Bismarck heppnast að gera Frakka og Itali að óvinum, en það eru mörg merki þess nú (marz 1889) að Italir iðrast þess eptir að hafa gert Frakka sér óvinveitta (sjá Jtalíuþátt). f>eir koma á sýninguna í Paris 1889, en blöð Bis- marcks hafa lagt ríkt á við fjjóðverja, að hætta sér ekki inn í það þorparabæli, París, ef þeir vilja halda lifi og ekki láta ræna sig munum sínum. þjóðverjar senda víst ekkert á þá sýningu. Frakkar sendu heldur ekkert á sýninguna í Múnchen 1888. t IV. Ymislegt fróðlegt og þarilegt. Hinn nafnkunni Edison hefur árið 1888 fundið tvær vélar Fonograf (hljóðrita) og Lingua-graf (tungurita). Hljóðritinn tekur við hverju hljóði sem er, mannsrödd, barnsgráti, söng o. s. frv. Hann getur tekið við heilum söngleik og heilli ræðu. Svo er honum lokað og geymist hijóðið þá i honum. f>egar honum er lokið upp, þá heyrist aptur sama hljóðið, ræða, söngur o. s. frv. Ræða Gladstones í Birmingham 5. nóvember 1888 var öll fonograferuð (hljóðrituð). Visindamenn lofa þessa vél ákaflega mikið og segja, að þess muni ekki langt að biða,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.