Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 52

Skírnir - 01.01.1894, Síða 52
52 England. hefði {lurft meira á. honum að halda fyr. Hans andlegi þrðttur virtiet enn óskertur, enda var síður en svo, að á veiklun bæri hjá honum, þegar hann var að halda sína síðustu þingræðu, daginn áður en hann sagði af sjer. Gladstones mun jafnan minnzt í sögu Englands sem eins hins mesta mikilmennis þeirrar þjóðar, og jafnframt sem eins hins atgetilegasta manns, Bem fengizt hefur við stjórnmál þar í landi. Þótt því fari fjarri, að enn sje tími kominn til þess að kveða upp fullnaðardóm sögunnar yflr honum og starfl hans, þá má að líkindum fullyrða nú þegar, að það sem einkum hafl geflð konum það undra-vald, sem hann hafði yfir hugum manna á ættjörð sinni, hafi að öðru leytinu verið hyggni hans, óvenjulega heilbrigð skynsemi í flestum eða öllum praktiskum efnum, og að hinu leytinu það æskufjör hugarins, sem hnnn aldrei hefur misst og ávallt hefur komið hon- um til og gert honum unnt að fylgja með tímanum, skilja nýjar hugsjónir og fá brennandi áhuga á þeim. Jafnframt því sem hann vafalaust hefur verið einn af ágætustu fjármálaráðherrunum, sem haft hata fje Breta ineð höndum, jafnframt því sem hann hefur haft manna bezt lag á öðrum mönnum og kunnað manna bezt að aka seglum eptir vindi án þess að leggja sannfæring sína sölurnar, — jafnframt því sem hann hefur í einu orði verið veraldarmaður, hefurskilið heiminn og kunnað með hann að fara, þá hefur hann og haft eldheita trú á öllu góðn, á öllu, sem honum virtist rjettlátt, á öllum umbótum, á öllum framförum, á mönnunum sjálf- um. Þess vegna hefur hann haft svo mikið vald bæði yfir þeim er hnign- ir voru á efra aldur og yfir æskulýðnum. Meðal eldri mannanna hefur hann verið einn hinn hyggnasti, gætnasti, meðal æskulýðsins einn hinn trúaðasti, ótrauðasti, yngsti. Þess er getið í síðasta ári Skírnis, hvernig fór um heimastjórnarlög- in írsku á þingi Breta 1893, að lávarðamálstofan felldi þau 9. soptember. Reyndar bjuggust allir við þeim úrslitum, en samt sem áður hafa þau stöðugt síðan verið notuð sem æsingarefni gegu málstofunni. Mjög mikið far hafa menn gert sjer um að grafa syndir hennar upp úr gleymsku liðna tímans og sýna fram á, hve gjarnt henni hefur ávallt verið til að veita framfaramálum þjóðarinnar mótspyrnu. Er enginn vafi á því, að hugir manna stefna mjög í þá átt að takmarka að minnsta kosti vald hennar til muna. GHadstones síðasta þingræða var um það mál, og má af því marka, að hjer muni vera um áhugaefni margra að ræða. Fór hann þar * hörðum orðum um þá mótspyrnu, sem lávarðadeildiu hefði hvað eptir ann-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.