Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 1

Skírnir - 01.01.1913, Page 1
Egill Skallagrímsson. Taugarnar þúsundir ísvetra ófu. Ennið kvöldhirana skararnir hófu. Vöðvanna mátt efldi kyn eftir kyn, hjá kaldsóttri unn, undir þjótandi hlyn. Og öld eftir öld grúfðu norðursins nætur í niðdiramum rjáfrum, þar vöggubörn sváfu, og önduðu hörku í hverja sin, en hlúðu um lífsmeiðsins rætur. Og málið var bygt í brimslegnum grjótum við bláhimins dýrð, undir málmfellsins rótum. Þess orð féllu ýmist sem hamars högg, eða hvinu sem eggjar bitur og snögg — eða þau liðu sem lagar vogar, lyftust til himins með dragandi ómi, eða hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar. Þar hel og líf barðist harðast í landi hæstur, mestur reis norrænn andi. Námsterk og framskygn brann hvötin í hug yflr hafdjúpsins veg, yfir arnarins flug. En ástirnar hjörtu fornkynsins fólu fátöluð, auðug og bjargtrygg til dauða — því speki og kapp, með hinn drotnandi dug, var dýrst undir frostlandsins sólu. 1

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.