Skírnir - 01.01.1913, Side 5
Jón Borgfirðingur
1826—1912.
Eg man eftir því frá fyrstu skólaárum mínum, að eg
sá oft mann nokkurn grannvaxinn og nokkuð við aldur
sitja á Landsbókasafninu með bækur og handrit fyrir fram-
an sig og rita af kappi. Ekki man eg eftir því, hvort eg
þekti hann í sjón áður en eg kom í skóla, en hitt er víst,
að eg gekk þess ekki lengi duldur hver hann var, enda
var hann faðir eins af bekkjarbræðrum mínum og góð-
kunningjum í skóla. Mig furðaði nokkuð á þessu í fyrstu,
því það vakti einhvern veginn óljóst fyrir mér, að það
væru ekki aðrir en skólagengnu mennirnir, sem ættu þar
heima, enda komu fáir aðrir á Landsbókasafnið að stað-
aldri í þá daga. Það leið þó ekki á löngu áður en eg
komst að raun um, hver fróðleiksmaður Jón Borgfirðingur
var, og las eg þá bæði söguágrip hans um prentsmiðjur
og prentara á Islandi, æfiminningu Sigurðar Breiðfjörðs
og eins Rithöfundatal, sem kom út rétt um þær mundir
og mér þótti mikill fengur, því eg snuddaði á þeim árum
ekki svo lítið í sögu og bókmentum Islendinga. Þá vakn-
aði fyrst hjá mér einhver óljós grunur um, að ekki mundu
ef til vitl allir skipa það sæti í mannfélaginu, sem þeir
væru bezt til kjörnir að bæfileikum og eðlisfari, og að
sumir menn, ekki sízt máske hér á landi, keipa árangurs-
laust eftir því hnossi, sem öðrum miður liæfum fellur í
skaut sjálfkrafa.