Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 13

Skírnir - 01.01.1913, Page 13
Jón Borgfirðingur. 13 50 kr. styrk til útgáfunnar af sjóði »Kvöldfélagsins« í Reykjavík, sem áður hafði gengist fyrir að setja stein á leiði Sigurðar. Var æflminningin gefin út í Rvík 1878 á kostnað höfundarins, og nokkur ljóðmæli Sigurðar aftan við. Ritið seldist vel, enda var SigurðúF um þær mundir mjög vinsæll með alþýðu manna og er reyndar enn, en æfikjörin býsna misjöfn. Er nú ritið uppselt fyrir langa- löngu. Þegar líða tók að þjóðhátíðinni 1874 vaknaði hjá mörgum löngun til að fá sögu íslands ritaða, og urðu víst einhverir til að semja ágrip af henni (síra Jón Ingjalds son t. d.), þótt eigi kæmi fyrir almennings sjónir. Jón Borgfirðingur var einn í tölu þeirra manna, sem höfðu hug á að reyna við þetta, en var þó mjög hikandi. Haustið 1873 ritaði hann vini sínum, síra Eggert Olals- syni Briem á Höskuldsstöðum, á þessa leið: »Nokkrar nætur hefi eg vakað með hugsunum um sögu íslands, að gaman væri að reyna við hana, en eg sé þar eilífa auðn, ómentaður aumingi í henni! Formið hefi eg hugsað mér, og hvað eigi að takast upp í hana, en eigi er gaman að fylgja því. Bannsett pólitíkin er mitt ofurefli. Hún er sá hylur, er yrði mér að fjörlesti«. Og 24. nóv. s. á. ritar hann: »Eg fekk það innfall í haust eftir langar vökur, að gaman væri að gera uppkast til (ekki meira né minna — taktu eftir því!) sögu Islands. Eg fór til og er kom- inn fram að 1550. Heldurðu eg sé genginn af vitinu — minstur allra utanveltubesefa Minervumusteris?« Síðan gerir hann grein fyrir skiftingu og niðurskipan efnisins, og heldur svo áfram: »En þetta er líklega hringlandi vitlaust og ókrítiskt altsaman. Verst er að fá réttan gang sögunnar og samanhengi og þráð í hana alla, svo ljóst verði, og um fram alt góðan stíl og sögulegan. Af þessu öllu saman hefir mér komið til hugar, hvort eigi væri mér leyfilegt að senda syrpuna til þín í rnarz, svo þú gætir krukkað í, stytt, aukið eða strikað yfir, ella þá fundið upp snjallasta ráðið, að segja mér að láta loga greyið »revidera« safnið.-----Stundum hefi eg ætlað að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.