Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 16

Skírnir - 01.01.1913, Page 16
16 Jón Borgfirðingur. að safna bókurn og handritum. Hann mun hafa byrjað á því þegar í æsku, þótt blásnauður væri, en einkum þó eftir að hann settist að á Akureyri 1856, og hélt því áfram til dauðadags. Þær munu fáar vera af íslenzkum bókum, jafnvel af þeim sjaldgæfustu, sem hann hefir eigi eiguast eða haft með höndum einhvern tíma æfinnar, þótt hann stundum neyddist til að farga þeim aftur. Hann var um hríð umboðsmaður fyrir British Museum, sem fekk hjá honum marga sjaldgæfa bók, og mörgu skaut hann að nafna sínum Jóni Sigurðssyni. Hygg eg að hann hafi verið Jóni innan handar með að útvega honum ýmislegt smávegis, og oft þar af leiðandi sjaldgæft, úr íslenzku prentsmiðjunum. Meðan hann stundaði farandsölu á bók- um, stóð hann að mörgu leyti vel að vígi í þessu efni, því hann kom víða á afskekta staði í sveitum, og var þá enn um miðbik aldarinnar um auðugan garð að gresja á íslenzkum sveitabæjum. Jón kunni manna bezt skyn á verðmæti sjaldgæfra bóka og grófst eftir þeim af miklu kappi. Er það vafalaust honum að þakka, að margt af bókum og handritum er nú til, sem annars hefðu glatast með öllu, ef hans hefði eigi við notið. Hann tókst allur á loft, er hann sá fágæta bók, og brá eins og leiftri fyrir í augunum, og það hygg eg víst, að ekki hefði honum gengið eins í augu þótt hann hefði séð gullhrúgu fyrir framan sig. Honum rann til rifja, er hann sá illa hirt um bækur eða handrit, og vildi ekki vita minsta snepli fleygt, ef eitthvað var á hann prentað eða ritað. Sjálfur sýndi hann mér einu sinni blaðadót í handritasafni Bók- mentafélagsins, sem hann kvaðst hafa skarað út úr hlóð- um á sveitabæ einum; hafði hann komið þar af tilviljun rétt í því er eldabuskan ætlaði að fara að snerpa undir katlinum, og ekki verið seinn á sér að hirða dótið. Það var líka sannast að segja, að hann hafði miklar mætur á þeim sjaldgæfum bókum og handritum, sem hann átti sjálfur. Minnist eg þess að hann sagði mér frá því sjálf- ur á síðustu árum sínum, að eina skruddu ætti hann í fórum sínum, sem hann hefði ætíð undir koddanum hjá

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.