Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 20

Skírnir - 01.01.1913, Side 20
20 Jón Borgfirðingnr. sem þingið ber á örmum sínum, að lifa hér ------Eg er ónýtur til að »spekúlera«. Eg ætti nú að fara að hætta þessu þursastarfi, svo illa launuðu, eins og Arni, sém sagði af sér, en bera vatn og ösku, því þá hefðu krakkarnir í sig og á, en eg léti þeim eftir peninga og föt, eins og Haldór »absalon« um árið«. Það má og nærri geta, að hann hefir kent á því ekki síður en aðrir, er hart var í ári og erfitt um aðdrætti. Hann kvíðir oft á haustin fyrir »ketföstunni«, sem hann kallar, og soðningarleysinu á sumrin. Um sumarmál 1877 voru harðindi mikil víða sunnanlands, og skrifar hann þá Eggert presti: »Hart er líka á í Reykjavík, og aldrei hefi eg haft það eins skítlega og nú, þótt á þröminní hafi eg áður verið. Fengi eg kaup- anda að skruddunum, freistaðist eg til að selja þær«. Hann hafði þá eftir að skift var um mynt 500 kr. í laun. Af bréfum Jóns er það ljóst, að hann undi í sjálfu sér ver starfinu, sem hann varð að gegna, en fátæktinui, því hann var víst sjálfur neyzlugrannur og lítilþægur. Hefði hann mátt gefa sig allan við bókastörfum og átt þó við sömu kjör að búa að öðru leyti, mundi hann að líkindum ekki hafa borið sig eius illa. Hann var víst eins og hann sjálfur sagði »ónýtur til að spekúlera«, og var ekki á því að hafa Mammon fyrir sinn guð. »Eg þekki hann ei«, segir hann í einu af bréfum sinum, »enda gef ei mikið fyrir hann. Ef skrokkurinn er ei kaldur og svangur er mér nóg«. En auðvitað varð lögreglu- starfið honum þess hvimleiðara, sem það fullnægði ekki einu sinni þörfum munns og maga. »Eg er erginn yfir sjálfum mér«, skrifar hann 12. júní 1878, »og vil hætta þessu gangleradæmi fyrir lítil laun;------loks hefi eg ekkert upp úr lífinu á efri árunum nema grá hár og ar- mæðu; eg hefði átt að hafa sál fyrir ær og kýr, en skrokk undir taðkláfa. En Herregud! fetin fækka til garðsins góða«. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar bæjarstjórnin ætl- ar að fara að þröngva honum til að ganga í einkennis- búningi 1879, og lá við sjálft að það yrði til þess að hann segði af sér starfinu. Skrifar hann Eggert presti um

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.