Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 21

Skírnir - 01.01.1913, Side 21
Jón Borgfirðingur. 21 þetta 2. maí: »1 versta skapi, .sem eg hefi nokkurn tíma verið, tek eg nú ritstílinn og það honum heyrir til, því nú hefir bæjarstjórnin gert mig að apaketti; þess hefi eg átt að bíða sökum andskotans fátæktarinnar og holdlegra girnda; til að krakkarnir fai i ei á hreppinn fyr en eg drepst, hefi eg beygt mig undir og vafið mig innan í katt- arskinn hennar. -— Að fara að dandalast í einkunnarbún- ingi fyrir mig, gamlan, gigtfullan og frásneyddan öllu lög- regluragli, það er til að flýta manni með sínu upprunalega eðli brott frá skræðum og skrifcríi til þessa gamla surts- hellis, sem enginn þekkir (o: gi afarinnar)«. Hann streitt- ist samt á móti í lengstu lög. en bjóst þó við að eigi mundi við nema. »Eg á að vcrða óalandi og óferjandi fyrir það að verða ei danskur hermaður að gerfi«, segir hann í bréfi 15. júní, »svo bæjarstjórn og fógetinn hengja mig innan skamms, nema eg flýi norður á Strönd. Bölvuð fátæktin vinnur líklega sigurinn yflr mér eins og áður«. Hann varð sannspár um þetta, því ekkert var undanfæri, og 23. júní varð hann að sætta sig við að fara í einkennis- búninginn. Kallar hann þann dag síðan »bandadaginn« og sjálfan sig »bandingjann í herfjötrum Baunverja, sem harðvítug stjórn Víkur-Rússans (öldungaráðsins) hefir pínt til að neita þjóðerni sínu að nokkru leyti og gerast fyrsta frækorn til hermannasveitar«. I þessum herfjötrum sat hann enn í 9 ár, en varð það æ hvimleiðara með hverju ári. Að lokum varð bæjarstjórnin til þess að fyrra bragði að leysa hann frá starflnu 1. júlí 1888, án þess að hann hefði sjálfur beðist lausnar. Mun hann þá hafa þótt orð- inn of gamall til að gegna starflnu, en sjálfum þótti hon- um eigi vel við sig lokið, því eigi voru honum ætlaðar netna 280 kr. í eftirlaun. »Þegar maður hefir þreskjað í 221/2 ár illa haldinn«, segir hann, »er farið með mann eins og útlifaðan húðarklár, er rekinn er út á gaddinn, en til málamynda kastað í hann moðrusli og látinn svo eiga sig. Við því bjóst eg ætíð, að viðskiln.iðurinn yrði samkvæmur viðurgerningi í vistinni. Þar iæt eg nótt sem nemur«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.