Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 23

Skírnir - 01.01.1913, Page 23
Jón Borgfirðingur. 23 en Jón var ekki alveg á því. »Eigi íinst mér að þú ættir ar fleygja frá þér vísindunum«, segir hann, »þó þú sért kominn niður í búskapinn, einungis meðan grasið grær og fuglinn verpir og fiskurinn gengur, en þegar nótt þessara skepna dregur yfir og kallar þær til hvíldar, en byljirnir skaka húsin og næðissamar stundir byrja í næturkyrðinni innan þögulla veggja, þá veit eg ei hvað vísindamaðurinn hefir annað að gera en raga, tii gamans og ánægju sér og öðrum, innan um hið blómlega og inndæla og víðlenda ríki vísindanna, nema hann vilji ei annað verða í þvi, en stirðnaður steingjörvingur. Hafa eigi hinir gömlu fræðimenn setið og ritað sögur og aðra fræði á rúmi sínu í heilagri kyrð inst uppi í fjalladölum á þögulli skammdegisstund við strokkljós, með hrafnsfjöður í hendi, ritandi á kálf- skinn upp úr kálfsblóði, menju og sortu? — Hví skyld- um vér þá eigi vilja lítið eitt líkjast þessum góðu mönn- um, er hugsuðu mest um eigin skemtun en ekki annað? Væri eg lærður klerkur og hefði brauð, já, þótt myglað væri, skyldi eg ganga út í hið hégómlega mannsins ríki á sumrum, en lofa því að eiga sig að vetrinum, láta kerl- inguna rekast í því með einhverjum trúum þjóni, en sjálf- ur hverfa inn i hið áðurnefnda ríki«. Af orðalaginu og af þránni, sem auðsjáanlega liggur á bak við, má ljósast marka, að þetta hefir verið hans insta hugsjón, að draga sig út úr hinu »hégómlega manns- ins ríki« og »hverfa inn í hið blómlega og inndæla og víðlenda ríki vísindanna«, því þar átti hann í sannleika þegnrétt, þótt örlögin bönnuðu honum að njóta hans. Jón Jónsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.