Skírnir - 01.01.1913, Side 34
34
Lyf og lækningar.
Barnaveiki. Barnaveikisblóðvatn læknar veiki þessa,
ef nógu snemma er til þess gripið, helzt á fyrsta sólar-
hring. Það er búið til úr blóði hesta sem sýktir hafa verið með
barnaveikissóttkveikjum. I blóði þeirra myndast þá sterk
varnarefni, sem verka móti sóttkveikjueitrinu. Við næmri
heildhimnubölgu (heilasótt), blóðsótt og miltisbruna hafa og
blóðvatnslækningar komið að góðu gagni, en lítt eða ekki
í öðrum sóttum.
Köldusótt (malaria) er mjög hættulegt faraldur í mörg-
um suðrænum löndum. Kínin er máttugt lyf við veiki
þessari og drepur sóttkveikjurnar eða lamar þær.
Rykkjaveiki (febr. recurrens) er veiki sem einkum á
heima i suðurlöndum en gjörir þó viða vart við sig í Mið-
Evrópu. Arsen (salvarsan) læknar sótt þessa og drepur
sóttkveikjurnar í líkamanum. Meðal þetta læknar og á
sama hátt himberjasótt (framböisia), en hún er ilt faraldur
í Suður-Afriku.
Kvapaveiki eða spiklopa (myxoedema) má lækna eða
halda í skefjum með jodothryoidini. Það er búið til úr
barkarkirtli dýra.
Kláða má lækna með mörgum lyfjum, sem drepa
maurana. Meðan þau þektust ekki, horfði til vandræða
með kláðann. Um nokkra aðra húðsjúkdóma, sem orsak-
ast af lifandi verum, (reform, lús o. fl.) er likt að segja.
Munnsviða á börnum og ormum í innýflum má venju-
lega útrýma með lyfjum.
Einfalt blóðleysi (chlorosis) má venjulega lækna með
járnmeðulum, en tæpast verður þó sagt að þau útrými
veikinni. A svipaðan hátt verka venjulega kvikasilfursmeðul
við augnhimnuþrota á kirtlaveikum börnum (conj. flyct.).
Eg hefi nú talið flesta kvilla, sem beinlínis má lækna
með lyfjum, og mun flestum fátt urn finnast. Þó er álita-
mál, hvort ekki mætti telja nokkra fleiri, t. d. blöðrukvef,
sem vítisteinsvatn læknar að öllum jafnaði, bráða liða-
gigt, lekanda (gonorrhoe) o. fl. En þetta skiftir litlu,
þvi þó alt sé tínt til, sem frekast verður, breytist ekki
það meginatriði: Við fæstum sjúkdómum þekk-