Skírnir - 01.01.1913, Síða 39
Lyf og lækningar.
39
sýkjast menn ekki oftar en eitt sinn, því sterk varnar-
efni myndast í líkamanum. Varnarefni þessi myndast og
við kúabóluna, þó ekki séu þau jafnsterk. Síðan bólu-
setning varð almenn hefir ekkert kveðið að bólusótt í
samanburði við það sem áður var og bóluóttanum er létt
af þjóðunum. Svo mikilsvert hefir þetta þótt, að margir
telja bólusetninguna við bólusótt stærsta afreksverk lækn-
isfræðinnar.
Það er svo sem sjálfsagt, að sama aðferðin hefir verið
reynd við aðra sjúkdóma. Kunnust er bólusetnig Pasteurs
við hundsœði, og hefir hún reynst ótvílug ef hún er fram-
kvæmd nógu snemma. Þá hefir og bólusetning reynst
gagnleg til þess að verja menn kólerusótt, taugaveiki,
blóðsótt og svartadauða, en alment gagn hefir þó ekki að
því orðið. Hér á landi hefir bólusetning við bráðafári á
sauðfé orðið að miklu liði. I útlöndum hefir bólusetning
við miltisbruna og nokkrum öðrum húsdýrakvillum gefist
ágætlega.
Sótt- Öll alþýða hefir nú orðið all-ljósa hugmynd um
varnir. það hversu sóttir berast með samgöngunum og
hvernig þær má stöðva með samgöngubanni eða sam-
gönguvarúð. Þetta er óbrigðul aðferð við flestar landfar-
sóttir, ef henni er stranglega beitt, en framkvæmdin er
erfið eða ómöguleg nema alþýðan styðji læknirinn örugg-
lega og hlýði fyrirskipunum hans. Þá þekkja og flestir
sótthreinsun sem ætluð er til þess að útrýma sóttkveikjun-
um þegar sjúkdómurinn er afstaðinn. Eg skal ekki fjöl-
yrða um þetta sem flestir vita nokkur deili á en drepa á
tvö önnur dæmi. Þau gefa glögga hugmynd um hvað
læknisfræðin megnar á vorum dögum þegar vel gengur.
í mörgum heitu löndunum er suðrœn gulusótt (febris
flava) voðaleg landplága. Nálega helmingur sjúklinganna
deyr. Við veiki þessari hafa engin lyf fundist og sótt-
kveikjuna hefir enginn séð, því hún er svo lítil, að hún
er ósýnileg í beztu smásjám. Samt komust menn að þvi,
að mýflugutegund nokkur flytur hana á menn, en aftur