Skírnir - 01.01.1913, Side 48
48
Um „akta“-skrift.
mjúkir í hreyfingum? Á því að temja sér mjúkleik. Það
kostar áreynslu. Á hverju verða menn vitrari? Á því að
sleppa ekki viðfangsefnunum óhugsuðum eða hálfhugsuðum
fram hjá sér, heldur velta þeim fyrir, skoða þau í krók og
kring, glíma við þau og sleppa þeim ekki fyr en þau
blessa mann og birta nýjar hliðar. Svona er það í öllum
greinum. Áreynslan er móðir framfaranna, móðir sigur-
vinninganna. Eins og vöðvarnir vaxa og stælast við
áreynslu, þannig er um alla hæfileika mannsins. Og ekki tel
eg annað veglegra i eðli manns en það, að hann sé »brekku-
sækinn«, feiti á brattann, þangað sem mótstaðan er mest.
Upp brekkuna liggur vegurinn til meira og fegra viðsýnis
og hreinna andrúmslofts. Sá sem hefir gengið upp á einn
hjallann, vaknar næsta morgun með aukið afl og fótfimi
til að komast á næsta hjalla fyrir ofan.
En gáum svo að hvernig fer fyrir þeim sem dregur
af sér, og það á móti eðli sínu. Hann er að draga úr
»brekkusækninni«, hann er að nota nokkuð af krafti sín-
um sem hömlu á sjálfan sig. Og flestir munu af sjálfs-
reynd þekkja hve óeðlilegt það er. Mörgum finst t. d.
afarþreytandi að ganga með þeim sem eru miklu hæggeng-
ari en þeir. Það liggur við að þeim finnist það móðgun
við sig að vera neyddir til þess. Hver og einn finnur
ósjálfrátt að þarna er verið að draga hann niður, gera
hann að dauðyfli. Og slíkt tekst furðu fljótt. Þeir sem
koma hingað heim frá stórborgunum, eru að jafnaði hrað-
stígari en hinir, sem heima sátu, og finst fyrst í stað óþol-
andi að ganga eins hægt og þeir. En smám saman dreg-
ur úr hraðanum, og óðar en af veit eru þeir orðnir eins.
Líkt er það í öðrum greinum. Sá sem af einhverjum
ástæðum fer að draga af sér, hvort heldur er við líkam-
leg störf eða andleg, hann verður að minni afreksmanni,
verður kraftaminni og heimskari. Því móðir vor, náttúr-
an, tekur af börnum sínum aftur þær gáfur sem þau nota
ekki, en gefur hinum, sem leggja fram áreynsluna. Og
þegar einu sinni er farið að láta undan síga, þá margfald-
ast freistingin, því það hallar undan fæti og leiðin er hæg.