Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 56

Skírnir - 01.01.1913, Page 56
56 Danmerkur og Noregs saga próf. Edv. Holms. innri sögu Danmerkur og Noregs á fyrstu 60 árum ein- veldistímans (Danmark—Norges indre Historie under Ene- vœlden fra 1660 til 1720. Kbh. 1885—1886), 1149 bls. að stærð. Alls eru því komnar út 6934 bls. af þessu mikla söguriti, en eftir munu vera tvö bindi, og mun höfundur- inn vera langt kominn að rita þau. Þessi saga verður því alls um 9000 bls. Það sem út er komið kostar með innganginum um 100 kr. Ef íslendingar væru eigi svo fámennir og fremur seinir til framkvæmda, mundu þeir meðal annars fylgjast betur með sagnaritun frændþjóða sinna á Norðurlöndum en þeir hafa gert, og geta um hin merkustu sögurit, sem út koma um sögu þeirra. En því hefir eigi verið að heilsa hingað til. Skírnir hefir þó fundið til þess oftar en einu sinni að slíks væri þörf; 1904 setti hann það á stefnu- skrá sína, að skýra frá merkustu bókum innanlands og utan ásamt vísindalegum nýjungum. Saga vor Islendinga er svo samtvinnuð sögu Dan- merkur og Noregs, að hún verður eigi skilin til hlítar, nema með því að kynna sér jafnframt nákvæmlega sögu beggja þessara landa, Noregs í fornöld og á miðöldunum, Danmerkur á hinum síðari öldum. Saga prófessors Holms er hið langmesta og nákvæmasta sögurit, sem út hefir komið um sögu Danmerkur og Nor- egs á 18, öldinni. Hún er hið mesta a f r e k s v e r k, og á fáa líka í öllum heimsbókmentunum. Þó eigi væri annað, væri full ástæða til þess að vekja athygli íslend- inga á henni, en höfundurinn segir einnig frá hinu helzta úr Islands sögu á 18. öldinni og er því ástæða að meiri til að minnast á hana í íslenzku tímariti. Slíkt verk sem saga þessi verður eigi af hendi leyst á skömmum tíma. Þá er prófessor Holm gaf út fyrra bindið af innganginum 1885 sagði hann 1 formálanum fyrir því, að hann hefði i tuttugu ár safnað efni til Dan- merkur og Noregs sögu á tímabilinu 1720—1814. Ilann hafði þá gefið út hverja visindalega ritgjörð á fætur ann- ari um ýms mikilvæg atriði og merka þætti úr sögu Dana

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.