Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 57

Skírnir - 01.01.1913, Side 57
Danmerkur og Noregs saga próf. Edv. Holms. 57 og Norðmanna á 18. öldinni, og yar orðinn kunnugri sögu einveldisins en nokkur annar maður. 1888 gaf hann enn út tvö merk rit, annað um baráttuna um hinar miklu endurbætur á landbúnaðinum í Danmörku 1773—1791, til minningar um aldarfrelsi danskra bænda, en hitt um al- menningsálitið og ríkisvaldið í hinu danska og norska ríki í lok 18. aldar (1784—1799), til minningar um 25 ára ríkisafmæli Kristjáns 9. 1891 kom síðan út fyrsta bindið af Danmerkur og Noregs sögu prófessors Holms og síðan hefir hvert bindið rekið annað. Sýnir það bezt, að höfundurinn er tveggja eða þriggja manna maki við ritstörf, og þó ber saga hans hvergi vott um fljótfærni, heldur ber hún eins og önnur verk höfundarins vitni um vandvirkni, og þann þýðleik og þokka, sem höfundinum er eiginlegur í öllu. — Danmörk var illa farin, þá er einveldið komst þar á. Svíar höfðu lagt undir sig allan austurhluta Danmerkur vestur að Eyrarsundi og tekið Bohuslen af Noregi. Bæði á Jótlandi og á eyjunum hafði verið rænt og ruplað víðs- vegar um fiestar bygðir landsins. Herlið hafði þá eyði- lagt landið rétt eins og Þýzkaland í 30 ára styrjöldinni. »Bændabýli og hús voru eyðilögð, nautpeningur og hestar drepnir, búsgögn rænd, jarðrækt hætt, fólkið flúið«, svona kvað við í hverri skýrslu, sem landstjórnin fékk. Bæði* óvinaher og hið svo kallaða bandalið hafði rænt og rupl- að, brent og eyðilagt, eða kúgað fé af mönnum; hermenn sjálfrar landstjórnarinnar voru eigi heldur saklausir, og bandamennirnir höfðu jafnvel verið verri blóðsugur en óvinirnir. Ofan á þetta bættist mikil drepsótt 1659. Nokkuð af sveitunum kringum Kaupmannahöfn, Nýborgar- lén á Fjóni og suðurhluti Jótlands líktist meira eyðimörku en ræktuðu landi. 1660 og 1662 var svo talið, að þriðj- ungur Sjálands lægi í eyði og víðar á Fjóni og Jótlandi var ástandið eigi betra. Alt þetta eymdarástand hafði aðallega valdið því, að einveldið var í lög leitt, þvi að aðallinn hafði sýnt að hann hugsaði meira um sinn eigin hag en landsins, og engin von var til þess að hann mundi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.