Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 61

Skírnir - 01.01.1913, Side 61
Danmerkur og Noregs saga próf. Edv. Holms. 61 enn fremur hve afarmikið verk það hefir verið að rann- saka þetta alt út í æsar í tveimur ríkjum, og rita um það rétt og skipulega. Alstaðar er höfundurinn vel heima. Hann þekkir hvert rit, sem út hefir komið í Danmörku og Noregi á þessum tima og nokkuð er á að græða. Hann þekkir einnig rit sem komið hafa út í öðrum löndum, og snerta Danmörku eða Noreg. Hann hefir einnig rannsakað skjalasöfnin hæði í Kaupmannahöfn og Kristjaníu, og skjöl er snerta utanríkisstjórnina bæði í ríkisskjalasafninu í Stokkhólmi og París og viðar. A þennan hátt hefir hann kynt sér allar greinar þjóðlífsins. Höf. ritar um alt með hinni mestu óhlutdrægni. Hann dæmir um alt i samanburði við samtíðina og í sambandi við sögu Evrópu á þeim tíma. Hann segir jafnt kost og löst á öllu og einstaka sinnum minnir hann á skuggahliðar nú- tiðarinnar, eins og til þess að minna menn á að dæma ekki of hart eða ósanngjarnt um forfeðurna, sem áttu við þyngri hag og meiri erfiðleika að búa en vér á vorum dögum. Prófessor Holm hefir i ritum sínum haldið því fram skarpar og ljósar en aðrir sagnaritarar, að Noregur hafi verið jafnborinn Danmörku. Þetta sýnir hann í sögu þess- ari og hvernig hlutur Noregs var fyrir borð borinn að þvi leyti sem aðalstjórn ríkjanna hafði aðsetur sitt í Kaup- mannahöfn. Noregur hlaut því að verða útundan í ýmsu. Meðfram þess vegna verður Noregs saga miklu minni en Danmerkur. Þar gerist undarlega lítið; Norðmenn voru fremur aðgerðarlitlir um margar aldir eftir að veldi stór- ættanna hnignaði svo mjög í lok miðaldanna, og floti þeirra, siglingar og skipastóll minkaði á 14. öld. Þó voru við- skifti og siglingar miklar milli Noregs annars vegar og Englands og Hollands hins vegar; einkanlega var Björgvin fjörugur verzlunarbær og skipakoma þar mikil. En and- legt líf var þar lítið og það var lengi mjög dauft í Noregi; en á 18. öldinni kemur gróandi í það; og bændur áttu aldrei við neina slíka ánauð að búa í Noregi sem í Dan- mörku. Almenningur hefir nálega hvergi í víðri veröld

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.