Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 65

Skírnir - 01.01.1913, Page 65
Ritfregnir. Jón Ólafsson: Orðabók íslenzkrar tungu að fornu og nýju, I. bindi 1. hefti, VIII + 202 bls. 4to. Reykjavik 1912. Orðabókar- félagið. I. Enginn einn maður hefir fyr ráðist í það stórvirki að semja og gefa út allsherjar-orðabók yfir tnngu vora, bæði að fornu og nýju. Sumir hafa fengist við orðabókarsmið yfir fornmálið einvörðungn eða einstakar greinar þess, en aðrir yfir nýja málið. Engin visindaleg orðabók er enn til yfir nýja málið svo nefnt í heild sinni. Jón Ólafsson hefir nú færst það í fang að semja og birta almenningi orðabók yfir bvorttveggja, nýja og gamla málið. Aðrir eins menn og dr. Hallgrimur Scheving og dr. Jón Þorkelsson rektor hættn sér ekki út í slikt stórvirki, og vörðu þeir þó allri æfi sinni í þarfir tungu vorrar. Dr. Scheving hefir látið eftir sig allmikið og yfir höfuð vandað orðasafn í handriti, en dr. J. Þ. lét sér nægja að auka og endurbæta orðabækur Cl. og Er., og safnaði orðum úr nýja- og miðaldamálinu. Þessir menn þektu vandhæfi öll á vísindalegri orðabókargerð og hegðuðu sér eftir þvi. Samning orðabókar yfir norrænt ritmál — og um annað er ekki að tefla — fram á 14. öld er tiltölulega auðvelt verk, með því að leggja má orðabækur þær, sem til eru, til grundvallar. En hitt er stórmikið og afarörðugt verk að gera visindalega orðabók yfir tungu vora eftir þann tíma. Saga tungu vorrar frá þvi um 1400 má heita órannsökuð, heimildarritin eru ekki nærri öll gefin út á prenti, og jafnvel þau, sem út hafa verið gefin, t. d. Fornbréfasafnið, það sem það nær, hafa alls ekki verið orðtekin eða könnuð í þarfir málfræðinnar. Fjöldi rimna, helgikvæða, guðsorðabóka, bréfabóka, annála o. s. frv. hafa aldrei verið notuð til orðabókargerðar, og er þó ekki efamál, að margt mundi vera þar að finna. Enginn einn maður mundi orka því að fara yfir alt slikt, þótt hann væri afburðamaður um elju og lærdóm og yuni að þvi ein- vörðungu alla æfi sína, og safna úr því til hlitar. Og varla tekur betra við, þegar kemur fram á daga þeirra manna, er nú lifa. Með fjölbreytt- ara þjóðlifi, bæði í vísindum og verknaði, breytist og auðgast tnngan, bæði ritmál og bókmál. T. d. yrði hver höfundur vísindalegrar orðabókar yfir nútiðarmálið að fara yfir öll blöðin. Hvílikt starf væri það ekki. 5

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.