Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 66

Skírnir - 01.01.1913, Side 66
66 Eitfreg-nir. Blöðin ern ef til vill einhver bezta heimild nm mál vort. í þau rita menn af öllum stéttum, um nær hverskonar efni, og menn úr öllum lands- fjórðungum o. s. frv. Jafnvel auglýsingar í blöðum geta verið og eru oft merkilegar í þessu efni. Eg fullyrði hiklaust, að engum einum menskum manni sé fært að semja vísindalega allsherjar-orðabók yfir tungu vora frá þvi um 1400 og til 1900. Þetta má færa JÓ. til afsökunar á einn veg og dsökunar á annan. Það afsakar suma megingálla bókarinnar, en hvergi nærri allar einstakar vitleysur. En það dsakar hann að þvi leyti, að hann átti að sjá það sjálfur, að einum manni sextugum, sem þar að auki hefir fengist og fæst enn við alt annað en orðabókargerð, var hin mesta ófæra að leggja upp að semja svo skipaða orðahók, sem hér átti að vinna. Það var líka hin mesta fásinna af fjárveitingarvaldinu 1907 og síðar að veita einum manni gömlum og manni, sem aldrei hafði sýnt nokkra hæfi- leika til vísindastarfa, styrk til að gera ísleuzka orðabók. Auk þess var styrkurinn svo lítill og útborgun hans svo háttað, að sýnilegt var þeg- ar í upphafi, að styrkþegja mundi hann verða að táli og hégómi einn verkið. Styrkþegi vann að visu fyrir fénu, 1500 kr. á ári: 60 kr. fyrir það, er svaraði prentaðri örk, en nú er á daginn komið, að styrkþegi var þessi ár 1908—1912 að eins að *skrifa til að lifa«, eins og sjálfur hefir hann að orði komist annarstaðar um sjálfan sig, til að klófesta styrkinn, og vinnubrögð hans eru nákvæmlega hér eins og á alþingi 1867, er hann taldi linur og stafi, svo að hann skyldi vera viss um að skrifa ekki meira en „aktaskriftu (sjá frásögn JÓ. sjálfs um þetta í Skirni 1911, bls. 283—284). Ekki hefir JÓ. svo sem fengist einvörðungu við orðabókarsmíðina siðan 1907. Störf hans síðan hafa verið jafnflekkótt sem áður. Hann hefir unnið mest að öðru: Verið timakennari, ritstjóri, alþingismaður, bankagæzlustjóri, samið flugrit, lagarit(!) og mólfræði (Mmhókina). Eor- máli Mmb., og ísl. verzlunarlöggjafar eigi siður, er annars beztur vitnis- burður um hraðvirkni og eigi síður hroðvirkni JÓ., en sá vitnis- hurður er óyggjandi, því að JÓ. hefir gefið sér hann sjálfur. II. Orðahókarhefti JÓ. nær yfir a-in og á-in1). Allmikið að vöxt- um, en örlítið að gœðum. Vinnan, sem í þvi liggur, er alveg ótrú- lega lítil, miðað við þá vinnu, sem vísindarit þess konar hlýtur að krefja, því að heftið er mestmegnis afritun orðahóka og orðasafna annara, þeirra er JÓ. hefir þekt og nent að nota, og svo tilvitnanalaus upp- ritun orða, er hann sjálfur hefir munað eftir í svipinn úr nútiðarmálinu, auk alrangra eða hæpinna fullyrðinga, sem hann hefir sjálfur lagt til. En hvaða heimildir hefir JÓ. svo notað ? Yfir fornmálið er heim- ildagnægð. Orðahækur Cl., Er., EJ., Lexicon pöeticum Svhj. Egilssonar, *) Eg á því auðvitað við orð, sem byrja á a eða á, er eg tala um vantanir orða o. s. frv.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.