Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1913, Side 84

Skírnir - 01.01.1913, Side 84
84 Frá útlöndum. fullkominn ósigur. Þau ummæli stórveldanna áður ófriðurinn hófst, að landvinningar skyldu engir fylgja sigrinum, voru að engu orð- in. Nú var það sjálfsagt talið, að Makedonía fólli < hendur sigur- vegaranna og spurningin að eins orðin um það, hve stórri land- skák Tyrkir fengju að halda eftir vestan við Konstantínópel. Um tíma var það talið víst, að Búlgarar hættu ekki fyr eu þeir hefðu tekið sjálfa höfuðhorgina, og mundi þá Tyrkjum stökkt alveg burtu af Balkanskaganum og austur til Asíu. En svo reyndist ekki. — Yopnahló var samið í byrjun desember, eins og áður segir, milli Búlgara, Serba og Svartfellinga annars vegar og Tyrkja hins veg- ar, og friðarsamningar áttu að byrja < Lundúnum um miðjan mán- uðinn, en strönduðu fyrst um sinn á þvf, að Tyrkir vildu ekki semja þar við Grikki, af þvi að Grikkir höfðu skorist úr leik, er hinar þjóðirnar sömdu við þá vopnahló, svo að stríð stendur enn milli Grikkja og Tyrkja. Grikkir byrjuðu ófriðinn með því, að innlima Krftey < Grikkland, og sfðan hafa þeir tekið fleiri eyjar af Tyrkjum. Má telja vfst, að Krftey baldi þeir að minsta kosti. En áður vopnahló var samið, var komin upp megn sundurþykkja milli Grikkja og Búlgara, og er orsökin sögð sú, að báðir vilji eignast borgina Salóniki og landið þar umhverfis. Ríki Tyrkja er mjög víðlent og mannmargt og nær til þriggja heimsálfa. En víðlendastar og mannflestar eru landeignir þeirra < Asíu. Þar lúta Tyrkjasoldáni 17 miljónir manna. En < byrjun Balkanstrfðsins voru þegnar hans hér < álfu, fbúar Tyrklands, 6 miljónir. Stærð Tyrklands var þá 168 þús. fer-kílóm. Tyrkir hafa smátt og smátt á siðari tímum mist lönd sfn f Norðurálfu, því áð- ur fyrri var ríki þeirra miklu víðlendara. 1356 náðu þeir fyrst fótfestu á Balkanskaganum, i Gallipoli, og þaðan lögðu þeir hann sfðan allan undir sig. 29. maí 1453 unnu þeir Konstantínópel. Snemma á 16. öldunui lögöu þeir undir sig Ungverjaland og sett- ust um Yfnarborg 1529, en urðu frá að hverfa og komust aldrei lengra vestur á bóginn. Á 18. öld mistu þeir aftur Ungverjaland og löndin norðan við Svartahafið. Þegar leið á 19. öldina mistu þeir meira og meira. Grikkland braust undan þeim 1830, og um sama leyti fengu Serbar og Rúmenir nokkurt sjálfstæði. 1877—78 stóð stríð milli Rússa og Tyrkja, er endaði með friðargerðinni < Berlfn 13. júlí 1878. Þá urðu Rúmenía og Serbía sjálfstæð ríki og Búlgarfa furstadæmi, sem að eins að nafninu laut Tyrkjasoldáni. Austur-Rúmilia fekk þá og sjálfstjórn, og Austurrfki tók sór vernd- arrótt yfir Bosnfu og Herzegovinu. 1881 var Þessalía tekin af

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.