Skírnir - 01.01.1913, Side 90
Frá útlöndum.
«0
inu og er forn höfuðborg Serbíu, aftur að höfuðstað í stað Belgrad,
sem er nyrzt í landinu, norður við Dóná.
Montenegró er fjallaland við Adríahafið, suður undan vesturhluta
Serbíu. Það er að eins 8000 ferkílóm. að stærð og íbúatalan 250
þús., slavneskur þjóðflokkur, af sama bergi brotinn og Serbar. —
Montenegrómenn, eða Svartfellingar, hafa jafnan haldið sjálfstæði
sínu, en stöðugt átt í ófriði við Tyrki og Albani. Viðureign þeirra
við Tyrki nú hefir verið sunnan við Montenegró, við Skútari. Það
hórað vildu Svartfellingar leggja undir sig, en höfðu ekki unnið
það til fullnustu, er vopnahló var samið, svo að óvíst er um það,
hvort þeir fá nokkurn landauka upp úr stríðinu. Nóvíbazar, sem
er stórt hórað milli Montenegró og Serbíu, er sagt að Serbar fái.
Grikkland, sem er fjórða ríkið í sambandinu gegn Tyrkjum,
er 65 þús. ferkílóm. að stærð, og íbúar þar um 3 milj. Það laut
Tyrkjum frá miðri 15. óld og fram til 1830. Nú síðast hefir það
verið aðaláhugamálið þar, að losa Krítey algerlega við Tyrkland og
sameina hana Grikklandi. Núverandi yfirráðherra og stjórnmála-
leibtogi Grikkja, Venizelos, er Kríteyingur. Það var og fyrsta verk
Grikkja nú í stríðinu, að lýsa yfir því, að Krítey væri tekiu af
Tyrkjum, og er það vafalaust, að þeir halda henni og fleiri grísk-
um eyjum, sem þeir hafa tekið síðar í stríðirtu. En á meginland-
inu hafa þeir tekið Saloniki, stærstu borg Tyrklands næst eftir
Konstantínópel og mikla verzlunarborg. Ætla þeir sór að halda
henni og færa þannig landamæri Grikklands allmikið norður á við.
Þeir mótmæla því og ásamt Serbum, að Albanía verði sjálfstætt
ríki, og vilja taka skák sunnan af henni. En ósamlyndí hefir orð-
ið milli Grikkja og Búlgara út af Saloniki, er báðir vilja eignast,
og er ósóð enn, hvernig því lýkur. Þegar slaVnesku ríkin þrjú
gerðu vopnahló við Tyrki 3. des., skárust Grikkir úr leik og hóldu
ófriðnum áfram, Þeir eiuir af sambandsþjóðunum eiga nokkurn
herflota, og er floti þeirra álíka stór og floti Tyrkja. Með flota
sínum hafa Grikkir heft umferð tyrkneskra skipa um Dardanella-
sundið og í Adríahafið, eins eftir að vopnahléð var samið, og hefir
Tyrkjum komið það illa. En þótt Grikkir vildu ekki semja vopna-
hlé, sendu þeir fulltrúa á friðarfundinn í Lundúnum, og meðal
þeirra var Venizelos yfirráðherra. Fyrsta misklíðin þar var sú, að
Tyrkir neituðu hluttöku Grikkja þar vegna þess, að stríðið hóldi
enn áfram milli þeirra.
Síðustu fregnir frá friðarfundinum eru þær, að útlit só ekki
fyrir að neitt verði af sáttum.
En hvernig sém fer um sættirnar, þá má telja víst, að eftir
þetta stríð só úti um veldi Tyrkja hór í álfu.