Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Síða 93

Skírnir - 01.01.1913, Síða 93
ísland 1912. 93 Vestmannaeyjar, og bátur fórst um haustið með 5 mönnum á Steingrímsfirði. Loks fórst skömmu fyrir áramótin skonnortan »Hekla« með 5 mönnum, en hún var á leið frá Svíþjóð með timb- urfarm og rak hana á hvolfi upp undir Mýrar við Faxaflóa. Sex færeyskir fiskimenn druknuðu snemma í marz við Landeyjasand. Útlend skip hafa farist ekki fá hór við land á árinu. I febrúar strandaði franskt botnvörpuskip á Þykkvabæjarfjöru og frönsk fiski- skúta við Skeiðarársand. í apríl strandaði enskt botnvörpuskip við Sólheimasand og í nóv. þýzkt botnvörpuskip úti fyrir Öræfum. Manntjón hefir lítið verið við þessi strönd. En tveir enskir botn- vörpungar, sem ekki hefir spurst til lengi, er talið að farist hafi hór með öllu. Hvalveiðar eru nú orðnar miklu minni hór við land en áður var. Hvalveiðamennirnir H. Ellefsen og Dahl seldu í vor veiði- stöðvar sínar við Austurland. Kaupendur beggja voru Norðmenn. Nokkrir íslenzkir menn hafa ráðist til hvalveiða í suðurhöfum með Norðmönnum þeim, sem áður hafa veitt hór. Sjö botnvörpuskip, sem eru íslenzk eigu, hafa á árinu bæzt við þau, sem fyrir voru, og er það mikil aukning. 5 af þessum skipum eru ný, hafa verið smiðuð í Englandi, en 2 voru keypt brúkuð. Þessi vaxandi botnvörpuskipaútgerð á síðustu árum er hér nú stærsta framfaramerkið. Af öðrum framfarafyrirtækjum má fyrst og fremst telja það, að byrjað hefir verið á hinni fyrirhv.guðu áveitu á Suðurlands- undirlendinu. Hún var byrjuð á þann hátt, að tekið var fyrir nokkurt svæði til reynslu áður en ráðist yrði í aðaláveituna. Þvf verki er nú lokið, og hefir verið veitt á Miklavatnsmýri, mestan hluta Gaulverjabæjarhrepps og nokkrar jarðir í Yillingaholtshreppi. Hafði kostnaður við þetta verið áætlaður 36 þús. kr., en varð miklu minni, lítið yfir 20 þús. kr., svo að reynslan, sem af þessu hefir fengist, ætti að vera mjög hvetjandi til áframhalds. Nú er og talað um breytingu á hinni upphaflegu áætlun um verkið, sem befir það í för með sór, að vatn næðist á nokkru minna land en gert hefir verið ráð fyrir, en færir hins vegar kostnaðinn mjög mikið niður. Hefir nefnd manna þessar nýju uppástungur til yfirvegunar, en ennþá er ekki afráðið, hvernig við þeim verði snúist. Hafnargerðarmál Reykjavíkurbæjar er nú það á veg komið, að samið hefir verið við danskan hafnarverkfrœðing, Monberg, um verkið. Það var gert seint á árinu og á verkið að byrja á næsta ári, en því að vera lokið áður fjögur ár sóu liðin frá þvf að samn- ingar voru gerðir. 34. ágúst var vígð ný brú á Rangá í Rangárvallasýslu. Það er ein af stærstu brúm landsins, járnbrú, og hefir verið smíðuð að öllu leyti hór heima af verkfræðingi landsins, Jóni Þorlákssyni. Var verkstæði landsins í Reykjavík stækkað og aukið mikið síðastl. vetur, og brúin smíðuð þar. Á Haffjarðará í Hnappadalssýslu var gerð steinsteypubrú, og sömul. á Hrútafjarðará, Köldukvísl í Mos- fellssveit, Hróarslæk á Rangárvöllum og Víðidalsá í Steingrfmsfirði,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.