Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1913, Page 96

Skírnir - 01.01.1913, Page 96
96 ísland 1912. í Hróarstungu. Fleiri eru brunarnir til og frá um land, en þetta eru þeir stærstu. Auk þeirra slysfara, sem áður eru taldar, skal þess getið, að 14. marz druknaði f Hvítá í Borgarfiröi Ingimundur Gtuðmundsson búfræðiskandídat, einn af ráöunautum Búnaðarfólags Islands, og 7. febrúar urðu 2 menn úti í byl f Rangárvallasýslu. Þessi eru helstu mannalát á árinu : Vilhjálmur Bjarnason bóndi á Rauðará við Reykjavík andaðist 26. apríl; síra Lárus Thoraren- sen, síðast prestur í Ameríku, andaöist í júní á heimleið til íslands; Ásgeir Ásgeirsson etatsráð frá ísafirði andaðist í Kaupmannahöfn 14. sept.; Jón Jónsson alþm. og framkvæmdastjóri á Seyðisfirði 5. okt.; frú Sigþrúður Friðriksdóttir, ekkja Jóns Póturssonar dóm- stjóra, í Reykjavík 17. okt.; Jón Borgfirðingur í Reykjavík 20. okt.; Jón útvegsbóndi í Melshúsum á Seltjamarnesi 24. okt.; Jón Árna- son bóndi f Þorlákshöfn 4 nóv.; Björn Jónsson fyrv. ráðherra og ritstjóri, í Reykjavík 20 nóv.; Jens Pálsson prófastur í Görðum á Álftanesi 28. nóv. Jarðskjálfti allmikill varð á Suðurlandsundirlendinu 6. maí og kom víða að tjóni, einkum í námunda við Heklu. Þar hrundu íbúðaihús á 7 býlum og úth/si miklu víðar. Slys á mönnum urðu að eins á einum bænum, Næfurholti; þar beinbrotnaði kona, er varð undir húsi, sem hrundi, og barn meiddist til bana. Þau hús, sem hrundu, voru öll gömul. Landslán var veit.t s/slunum, sem fyrir slysunum urðu, Arness/slu og Rangárvallas/slu, til styrktar þeim, sem urðu að byggja upp hús sín, er eyðilagst höfðu. Nokkrir íslenzkir fræðimenn í Kaupmannahöfn hafa í ár mynd- að þar fólag, sem heitir »Hið íslenzka fræðafélag«, og á það að koma í stað Hafnardeildar Bókmentafólagsins, sem heim var flutt þaðan á síðastliðnu ári, og ætlar að gefa út fslenzk fræðirit, gömul og n/. í ár hafa komið frá því »Endurminningar Páls Melsteðs« sagnaritara o. fl. Geta má og þese, að á síðustu árum eru íslenzk rit meira en áður þ/dd á útlend tungumál. Fyrst og fremst fræðirit prófessors Þorvalds Thoroddsens. En svo eru það einkum hinar n/rri skáldsögur, sem fyrir því verða, mest sögur Jóns Trausta, en einnig sögur þeirra Einars Hjörleifssonar og Jónasar Jónassonar. Á síðustu árum eru líka ungir menn íslenzkir farnir að frumsemja skáldrit á dönsku: Jóhann Sigurjónsson leikrit, Jónas Guðlaugsson kvæði og Gunnar Gunnarsson sögur. »Fjalla-Eyvindur« Jóh. Sigurjónssonar hefir verið þ/ddur á /ms tungumál og getið sór góðan orðstír. Eftir Jónas Guðlaugsson hafa komið út tvær ljóðabækur á dönsku, »Sange fra Nordhavetc og »Viddernes Poesi«, og eftir Gunnar Gunnarsson n/- lega skáldsagan »Ormar Orlygsson«. Þ. G.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.