Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 4

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 4
4 skurðum, en þó einkum í nokkrum ráðstöfunum stjórn- arinnar; og viljum vjer einkum nefna sem helzta og ferskasta dæmi upp á þetta: „Forordning for Konge- riget Danmark, angaaende det offentlige Kasse-og Regn- skabsvæsen í Almindelighed“, dagsett 8. júlí 1840, Þessari löggjöf er og hefir jafnan verið beitt fyrir hjer á landi við ýmsa embættismenn og sýslunarmenn í stjórn- arinnar þjónustu, í ýmsu tilliti, og er líklegt, að henni hafi verið beitt bjer fyrir tvisvar ef eigi þrisvar á þessu ári. Það mun að vfsu vera svo, að um það efni, er löggjöf þessi ræðir um, mun lítið hafa verið til í íslenzk- um lögum og enn er það svo; því þótt 13, kapituli hinna almennu hegningarlaga, 25. júnf 1869, ræði „um afbrot í embættisfærslu“, vantar mikið á, að þessi eyða í löggjöf vorri sje nægilega fyllt, sem þó er í alla staði nauðsynlegt. Hjer eru svo margir tollheimtumenn: fó- getar, sýslumenn og umboðsmenn þjóðeigna. Ilitt er annað mál, hvort gjörlegtsje að beita hinni dönsku lög- gjöf (8. júlí 1840) fyrir hjer á landi, eður að lögleiða hana hjer óbreitta. Hið fyrra er gjörræði, en hið síðara væri mjög óheppilegt, því hún er öll frá upphafi til enda miðuð við ásigkomulagið í Danmörku, sem er svo ólíkt ásiekotnulaginu hjá oss, enda nefnir hún ísland ekki á nafn auk heldur meira. fað hefir hjer áður eigi dulizt fyrir stjórninni, að nauðsynlegt væri, að íslenzk lög væru til um þetta efni; fyrir því var alþingi 1845 spurt um það, hvort nokkuð væri á móti því, að tilskipun sú, er vjer ræðum hjer um, væri gjörð gildandi á fslandi, en alþingi rjeði frá þvf. Svo datt það mál niður.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.