Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 29

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 29
29 hvergi út fyrir fsinn af liæðstu fjöllum, og gengu Grímseyingar þá á honum til Akureyrar. Vor var þá hart og bjargarskortur mikill fyrir menn og skepnur, en þó fjell peningur ekki mjög, nema í Múlasýslum. Sumarið og haustið var kalt og votviðiasamt, svo hey urðu úti, einkum norðan- lands, því uin hásuinar gjörði töluverðan snjó, og í öndverðum september Iagði vetur að með frost- um og fjúki, svo í mörgum sveitum norðanlands urðu inenn að skera allan sauðfjenað sinn og helm- ing af kúm. 1808. Var vetur enn harður, kalt vor og hafís fyrir norðurlandi; þrengdi þá mjög að mönnum með bjargræði fyrir undanfarin harðindi, og enda talin furða að ekki skildi verða mannfall. 1811 var vetur harður frá Þorrakomu, og vor kalt og illt norðan- og austanlands, svo að aldrei linti hríðum til þess 8 vikur voru af sumri; fjell þá allmikið af sauðpeningi. Hafís lá þá líka fyrir öllu landi og sumarið var mjög votviðrasamt. 1812 gjörði aptur vetur harðan, og vor kalt með íhlaup- um og ísalögum nyrðra. Fjell þá hvervetna tölu- vert af hrossum og sauðfje, en bjargarskortur var svo mikill að við mannfalli lá, og enda sagt að undir jökli hefðu fallið nokkrir menn. Um þessi missiri hafði örbyrgð manna ekki einungis komið af kvikfjárfelli og harðindunum í landinu, heldur Iíka af því að verzlun var ill og lítil sakir ó- friðar erlendis, og svo voru Bankoseðlar um þetta leyti að falla í verði hjer. 1816 lagðist vetur snemma að ineð miklum snjó og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.