Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 31

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 31
31 seinni partin og um haustið, svo sumstaðar urðu hey úti; vetur harðnr framan af. 1825 var hafís fyrir Norðurlandi og kalt vor fram á Ilvítasunnu. 1827 var vetur þungur þá áleið, og vorið þó enn verra; íjell þá sumstaðar kvildje manna; sumar mjög kalt og íhlaupasamt. fá og hin næstu missiri á undan gekk barnaveiki mikil, og dó mjög úr henni. 1829 Koin mikið áfelli um sumarmál með snjóum og illviðrum; fyllti þá allt með hafís, en að öðru- leyti áraði vel. 1834 lagðist vetur snemma að, með jarðbönnum er hjeldust við þar til 3 vikur af góu; vorið var kalt, og ís fyrir norðan land; haustið var hret- viðrasamt; kvefsótt gekk þá mikil. 1835 var vetur frá nýári í harðara lagi, með miklum frostuin og jarðbönnum um allt land, víða fram að fardögum, þó kum bati nokkur á góu, svo ekki varð mikill fellir, en þó nokkur á Suðnrlandi. Ilaf- ís kom fyrir norðan um miðjan vctur, og lá vest- ur með landi allt til Grindavíkur. Grasbrestur var rajög mikill um sumarið og heyafli sárlítill, því vor var kalt og gróður lítið, og sumar bæði kalt og vætusamt. 1836 má í einu orði segja, að hafi verið jafnt að tíðar- fari hinu næsta ári á undan, nema ef til vill Öilu harðara og afleiðinga verra, því á því komu stærri áfelli, svo sem ofsa veðrið á túnaslætti, er feykti lieyjum til stórskaða, og snjó áfellið í ágústmánuði. 1846 Var vetur harður fram í miðjan einmánuð.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.