Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 36

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 36
36 mig á stnndum fyrir duttlunga og fýlu fit af engu. Einnig tók jeg eptir því, að foreldrar mfnir á ýmsan hátt reyndu, venju fremur, til að vera og gjöra mjertil hæfis. En það kom fyrir ekki. Jeg var samur ogjafn. Mjer gramdist það reyndar, að jeg skyldi ekki geta dulið þunglyndi mitt, en huggaði mig við það, að eng- inn gæti vitað orsakir þess. Jeg gat marga nótt ekki notið svefns fyrir þess- um ástarórum. Aldrei þurfti jeg að hugsa til að sofna, fyrr enn jeg var nokkrum sinnum búinn að hafa yfir allar þær bænir og vers, er jeg kunni, og hafði heim- fært það allt til hennar. Við allar almennar bænir til drottins var þetta hið venjulega viðkvæði hjá mjer: „og gleymdu ekki henni Sigríði, amen“. Jeg var allt af að verða órólegri og órólegri. Mjer var ekki framar unnt að rísa undir þessari byrði ástar- innar. Einhverja nótt, er jeg ekki gat sofið, reis jeg úr rekkju, og ritaði til hennar þessi fáu orð: „Sigríður I í*ú átt mig. Má jeg eiga þig? ÓIafur“. .Teg sló utan um brjef þetta til kunningja míns á sama bæ og hún var, og treysti á drengskap hans, að hann kæmi brjeíi mínu til skila, svo lítið bæri á. Nokkru síðar ljet hann mig vita, að hann hefði gjört það. Nú var svo, sem steini væri af mjer ljett. Jeg bar ekki framar byrðina einn. Jeg gjörði mjer og vísa von um eitthvert svar, og talsverða von um æskilegt svar. En hið eptir æskta svar kom eigi. Nær hálfum mánuði síðar hitti jeg hana eina sam- an. Jeg var alllangt frá bænum, og hún kom einhverra erinda til foreldra minna. Við áttum samleið heim. Hvað jeg varð feginnl Jeg taldi nú víst, að hún mundi svara mjer munnlega. Hún var glaðleg og vingjarnleg, eins og hún átti að sjer. Engan vott gat jeg sjeð þess, að hún vissi, hvað mjer bjó í brjósti. Jeg sá að það mundi árang- urslaust að vænta svars. Jeg herti því upp hugann, og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.