Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 34

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 34
34 hvergi í auðan sjó, og allt var að sjá sem Bald- jökull væri; fyrir sunnan voru líka margar víkur og firðir þaktir lagísum, því frost voru bæði hörð og langvinn. Skepnuhöld manna voru þá í alla staði bágborin, en fellir varð þó minni en von var á, því að þar sem korn var til í kaupstöðunum, var það tekið handa skepnunum. Hafísinn lá lengst af inni á fjörðum fram í miðjan ágústinán- uð og sumarið var fram á sama fíma sár kalt og opt með miklum hríðar áfellum. Grasvöxtur var víðast hvar mjög lítill, og nýting á heyjum mis- jöfn. Þetta sumar er talið eiíthvert hið kaldasta er menn mundu þá eptir. í>ó árin 1867 og 68 œættu á suman hátt teljast með harðinda árum, einkum á Norðurlandi, sem ráða má af því, að bæði þessi ár var þráfaldlega hafís fyrir landi, og á flestan hátt fór ástandi manna heldur hnignandi, þá skal þeirra hjer þó ekkiget- ið að öðru leyti. 1869 vetur þessi reið þungt í garð einkum á Austur- landi, en varð þó eigi mjög harður lyrr enn með þorrakomu, að þá gjörði fannkyngi mikið ogfrost hörð, og harnaði æ því meir sem fram á leið; var þá optast nær allan þann tíina til sumars jarð- laust frá Breiðdalsheiði eystra vestur að Yxnadals- heiði. Eptir þetta kom eitthvert hið kaldasta vor og sumar, því allt var þakið með hafís, frá Vest- fjörðum norður og austur með landi, allt til Höf- uðdags. Fjárfellir varð nokkur um Norður-og Austurland og jafnvel Vesturland; en bjargar- skortur var þá svo mikill manna á milli, að við

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.