Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 40

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 40
40 kólnaði smátt og smátt. Jeg týndi niðnr bænunum mín- nro, og gleymdi henni, er jeg hafði heitast beðið fyrir. Iljarta mitt varð dapurlegt og tómt, er hvorki var hæfilegt fyrir il nje birtu. Jeg elskaði engan, og hafði engum að lifa. Pað var voðaleg tilvera. „Guði sje lof“, sagði jeg við sjálfan mig, er for- eldrar mínir fjellu írá. „Guði sje lof þau þurfa þá ekki að verða sjónarvottar að þeirri eymd og ógæfu, er vofir yfir þeirra ástfólgna einkasyni, er þau höfðu gjört sjer svo miklar og góðar vonir um“. Eptir fráfall þeirra fór jeg að gefa mig í ýmis- konar soll. Ekki gjörði jeg það af því, að jeg vænti mjer hugbótar. En efni mín voru mjer hneigsli. Jeg vildi eyða þeim. Um heilsu og líf var mjer ósárt líka. Jeg varð hráðum þreyttur á sollinum. Jeg varð sárfegin er arfur minn var uppi. Af tvennu illu ætlaði jeg það þó skárra, að sveitast og þreytast fyrir viður- væri sínu. En mjer vildi eigi verða að því. Lffið varð mjer æ óbærilegra. „Aumt er einlífið“. Mjer datt það stundum í hug. Átti jeg ekki að breyta hag mínum, og leita mjer ráða- hags? Mjer þótti auðsætt, að það mundi hafa góð á- hrif á skaplyndi mitt. En það var vanhelg hugsun. „Þú átt mig“. Með þeim orðum haíði jeg einhvern tíma afsalað mjer öllum rjetti á sjálfum mjer. Mjer var ekki heimilt að bjóða nokkurri hönd eða hjarta. Auk þess var jeg mjer þess meðvitandi, að jeg var „gallaður gripur“, og engri boðlegur, sem líkindi voru til, að jeg gæti fellt mig við. Jeg ætlaði, að engin rós mundi fá staðizt hrímkulda hjarta míns. Jeg var búin að útrýma allri von úr hjartanu, og frá horfin Öllum lífgunartilraunum. Jeg beið þess með óþreyju, að ólyijan örvæntingarinnar tækist að vinna á mjer að fullu, og gjöra enda á hinu tómlega lífi mínu. Jeg þráði eigi framar uppbirtu þessa heims nje annars. Enn átti þó að Ijóma af degi. Einn dag fjekk jeg brjef. J?að var svo látandi:

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.