Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 5

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 5
5 En er farið var að beita henni svo mjög hjer á landi, og ýmsar inótbárur fóru að hreifa sjer í þá átt, að þá og þá væri beitt al-danskri Iöggjöf, sem alls eigi gilti hjer, varð eitt’ af háyfirvöldum vor- um til þess (1864) að vekja atbygli stjórnarinnar á þessu gjörræði, og stakk upp á, að hún Ijeti semja frum- varp til Iöggjafar fyrir ísland um sama efni, eður við- víkjandi opinberra sjóða-og reikningahaldi m. m., lagað eptir þörfuin landsins og ásigkomulagi þess, og Iegði það svo fyrir alþingi 1865. En eigi að síður hefir þó stjórnin ekkert gjört í þessu tilliti, svo oss sje kunnugt; þvert á móti hefir hún, ekki einasta sjálf beitt, heldur boðið háyfirvöldum landsins að beita hinni dönsku til- skipun eins eptir sem áður. Vjer neitum því ekki, að íslenzk lög sjeu nauð- synleg í hinu umrædda efni; en vjer hikum oss eigi við að neita því, að stjórnin hafi nokkra Iaga heimild til þess, hvorki sjálf að beita, nje bjóða yfirvöldum að beita danskri löggjöf á fslandi, sem aldrei hefir verið lögleidd hjer af löggjafanum sjálfum. Hvað getur slíkt atferli nelnst annað enn gjörræði? En hvað er það, sem hin danska stjórn ekki leyfir sjer við oss íslendinga? Það er eigi ætlun vor, að sýna fram á, eða tína til allar þær ákvarðanir í tilskip. dönsku (8. júlí 1840), er ekki geti átt við hjer á landi, nje hvernig þeim yrði að breyta eptir ásigkomulaginu; því til þess þyrfti að ræða nokkuð um hverja einstaka grein hennar, sem eigi eru færri cn 58, og flestar langar; það kemur held- ur ekki upp á neitt; því að voru áliti þyrfti svo mikið að breyta henni, ef hún ætti að verða eptir þörfura og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.