Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 35

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 35
35 mannfalli lá; skáru þá margir böpening sjer til bjargar, einkum í Þiageyjar-og Skagafjarðarsýsl- um. Grasbrestur varð mjög mikill vfða, ennýting betri. Um haustið, 12. október, gjörði um allt Norður-og Austurland einhverja hina mestu stór- hríð, með fannkyngi miklu, svo raargar þósandir fjár fennti; veðri þessu fylgdi svo mikið brim, að víða braut skip, og gjörði á ýmsan hátt meiri skaða. Síðan var veðurátta hörð til sólhvarfa, og ís rak að landi á jólaföstu, en hvarf aptur brátt, því tíð- arfar batnaði upp frá því. 6— Þtí ÁTT MIG. Þegar jeg var þrettán vetra, fjekk jeg ást á stólku nokkurri í sókninni. Hón var af lítilsháttar foreldri og bláfátæk, sæmilega greind, en lítt mönnuð. Ekki var hón fríð ásýndum, en vaxin vel, og svipurinn virtist mjer lýsa einhverju góðu og miklu. Engin var í mín- um augum eins Selskuleg“, eins og hón. Hón var ná- lægt fimm árum eldri en jeg. Hugur minn undi sjer hvergi, nema hjá henni. Jeg þráði hana öllu fremur. Þó hætti mjer hálft í hvoru við að verða æfinlega ut- an við mig, er fundum okkar bar saman. Mjer lá við að blygðast mín fyrir þessa tilfinningu. Jeg þorði ekki fyrir nokkurn mun að bera hana upp, enda gekk jeg að því vísu, að slíkt mundi metin mesta bernska. Jeg þóttist þess og vís, að foreldrar mínir mundu aldrei samþykkjast því ráði, að jeg — sjálfur prestssonurinn, sem þau höfðu lagt svo mikla alóð á að manna sem bezt — skyldi ekki fá göíugra gjaforð. Jeg var einatt í þungu skapi. Jeg gat ekki fram- ar haft yndi eða ánægju af neinu. Móðir mín snupraði

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.