Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 39

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 39
39 „barna og buraa. Svo fór jeg að svipast að brúðinni sams erindis. Jeg hitti hana eina. Mjer kom það á ó- varf, og ætlaði að verða orðfátt. Loks varð mjer að orði: „Jeg er á förum, — Vertu sæl. — Jeg skal elska manninn þinn líka“. Varir hennar bærðust, en lukust þó ekki upp. Hún sló niður augunum, og sitt tár hraut niður cptir hvor- um vanga hennar. Ekki varð meira um kveðjur að sinni Jeg skundaði leiðar minnar. Þessi tár vom hjarta mínu sannarleg smyrsli. Þau fullvissuðu mig um, að þótt jeg ekki hefði hreppt hönd hennar, þá hefði jeg þó hlotið það, sem meira var í varið, hjarta hennar. Jeg sannfærðist um, að hún elsk- aði mig, og engau annan, og að hún hafði ekki játast bónda sínum, er nú var orðinn, af elsku, heldur aföðr- um ástæðum, sjálfsagt fyrir fortölur móður minnar, og líklega í því skyni, að standa mjer ekki í ljósi fyrir betra gjaforði. Jeg hafði sigrað; enn um leið orðið sár til ólífis. Örkumsl hjartans voru mjer dýrmæt. Hví skyldi jeg eigi geta borið þau karlmannlega og verið þolinmóður ? Jeg liafði nokkur kynni af þeim fyrstu árin. Sam- farir þeirra voru góðar. Þeim búnaðist vel og komust brátt í álnir. í*au voru jafnan vingjarnleg, er fundum bar saman. Jeg gjörði mjer og far um, að vera jafn- vingjarnlegur við þau bæði. Mjer tókst furðanlega að stjórna ntjer svo, að jeg Ijet aldrei í ljósi ást eða sökn- uð með orði eða atviki. Mjer var enda nokkurs konar yndi að því að sjá. að samhúð þeirra var ástúðleg og farsæl. Eptir tvö eða þrjú ár sótti faðir minn um annað brauð, og fluttist jeg með honum alfari úr því byggð- arlagi. Par lifði hann að eins skamma stund; og móðir mín dó og um sömu mundir. Jeg var einarfi þeirra og fjekk nú alltalsverðan fjárhlut. Jeg hafði búizt við því, að hjarta mitt mundi standa í Ijósum loga alla æli. En það varð ekki. fað

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.