Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 12

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 12
12 vega hverja sokka og enga viljaö taka minni en 16 lóð. í*að virðist því í raun og veru vera sjálfum oss að kenna, hvernig komið er, þar vjer höfum ei fyrr af sjálfsdáðum vandað alla tóvöru vora; en tilþess hefði þurft samtök, eins og til alls, er mikið gagn skal gjöra; íyrst innbyrðis hjá bændum sjálfum, og síðan milli bænda og kaupmanna; og sjálfsagt ætti þetta að vera eitt aí ætlunarverkum verzlunarfjelaganna. Vjer viljum annars sjer í lagi skora á kaupmannastjett vora, að hún leggi allt kapp á að leiðbeina landsmönnum í þessu mikils- varðandi máleíni, þar þeir ættu líka jafnvel að vera manna færastir uin það, af reynslu og þekkingu þeirri er þeir hafa aflað sjer í verzlun sinni og annari hag- fræði, og líka eru opt og tíðum megnugir um að stofna ný fyrirtæki, er leiða töluverðan kostnað af sjer, en geta þó ineð tímanum orðið góður atvinnuvegur og þeiui til hagnaðar; enda stendur það allnærri stöðu þeirra, að gjöra alit hvað í þeirra valdi stendur, til að auka vöru- magn í landinu, því eptir því blóingast verzlun þeirra reeir, sem bændur vorir hafa meir að kaupa fyrir, og þá mundi skuldaþras milli þeirra og bænda íyrst geta minnkað, ef bændur vorir væru komnir svo langt á leið, að þeir sjálfir gætu unnið alla ull sína, og selt síðan með góðum veikalaunum, Vjer erum þó helzt á þeirri skoðun, að eðlilegast sje að bændur sjálfir afli sjer þeirr- ar þekkingar og verkfæra, er nauðsynleg eru til allrar ullarvinnu, til framfara og hagsmuna fyrir sjálía þá og niðja þeirra, þar þeir munu líka bera mestan arð og sóma af því; vjer álítum líka að það sje vel hægt fyrir þá. Þótt einhver kynni að vilja bera íjeskort fyrir, að útvega vjelar þær sem vjer höfuin nefnt, þá álítum vjet

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.