Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 43

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 43
43 ur Jónsson á Ilöskuldsstöðum, Þorlákur prcstur Jönsson á Skútustöðum við Mývatn. Aðfaranóttina hins22. des- emberm. þ. á. andaðist hjer í bænum eptir stutta legu verziunarm. Kr. ólafsson Briem, á 26. aldurs ári Hann var mesta ljúfmenni, gáfaður vel og hagorður. Afli. A Norður-og Austurlandi hefir fiskafli í haust lil jafnaðar mátt heita góður, og sumstaðar í bezta lagi, svo sem í kring um Húnaflóa, Eyjafjörð og sumstaðar á Austfjörðum, og eru á þessum stööum hlutir sagðir komnir hátt á annað þúsund. Smokkfisk eða kolkrabba hefir í haust víða rekið á land bæði hjer nyrðra og vestra, og hefir það orðið til hinnar inestu aflabótar. Fiskafli nú (um jól) er víðast orðinn lítill; aptur hefir hjer á Eyjafirði um næstliðna viku (frá 14.—22. des.) verið skotið allmikið af svartfugli. — Að kveldi hins 20. des. kornu tvö marsvín upp undir fjöru fyrir Stóraeyr- arlands landi, sem liggur rjett fyrir utan Akureyrarbæj- arlóð, og voru þar unnin af Yerzlunarstjóra E. E. Möll- er og syni hans Kristjáni. Marsvín þessi voru að lengd 10 álnir frá haustrjónu að sporðblöðku. A Suðurlandi er sagt að hafi verið fremur aflalítið. V e r z 1 u n. Hjer á Akureyri eru enn töluverðar vöru- byrgðir, en þó munu þær brátt minnka, því hingað er sótt að, auk Eyjafjarðarsýslu, úr þingeyjar-og Skaga- fjarðarsýslum, þar kaupstaðirnir í báðum þeim sýslum eru allslausir. Verðlag á vöruin er hjer hið sama og 3. hepti rits þessa getur um. í Reykjavík hafði kornvara verið sett upp um byrjun septemberm., en var sett nið- ur aptur um miðjan október, eptir að Sigfús Eymundsson kom á gufuskipinu „Þór“ frá hinu norzka verzlunaríje- lagi í Björgvin, því hann seldi eigi matvöru nema 10 —ílrd. eins og almennt var í sumar, nema einkar gott bankabygg á 13rd. Að tilhlutun Sigfúsar hefir Norð- manna verzlunaríjelag þetta rekið einkar góða og mikla verzlun í Reykjavík, Hafnarfirði og Stykkishólmi; og er það sannarlega hrósvert hvað Sigfús hefir getað, þó sem fátækur maður, gjört löndum sínurn mikið gagn með þess- ura verzlunar útvcc;.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.